„Þetta alvöru pönkrokk-element“ Baldvin Þormóðsson skrifar 21. maí 2014 13:30 Strákarnir í Grísalappalísu eru trúir sjálfum sér og halda pönkrokk-elementinu. mynd/magnús andersen „Þetta er fyrsta smáskífan af nýju plötunni okkar,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við lagið ABC í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Myndbandinu leikstýrði hann Sigurður Möller Sívertsen sem hefur verið að sjá um myndböndin okkar ásamt Heimi Gesti, þeir eru svona kombóið,“ segir Gunnar en tvíeykið virðist vinna vel saman þar sem tónlistarmyndband við lag hljómsveitarinnar Hver er ég? var valið myndband ársins 2013 á íslensku tónlistarverðlaunahátíðinni. Nýja platan hefur hlotið nafnið Rökrétt framhald og kemur út 17. júní næstkomandi á sjötíu ára afmæli lýðveldisins. „Við erum búnir að vera að semja í dálítinn tíma, við tókum hana síðan upp í febrúar,“ segir Gunnar en strákarnir í hljómsveitinni einbeittu sér að því að halda sama sándi og á fyrstu plötunni en Gunnar segir sveitina þó vera að færast í fágaðri, poppaðri átt. „Við tókum mikið af henni upp „live“ og reyndum að minnka almenna vinnslu eins og við gátum,“ segir söngvarinn. „Við vildum halda í það að þetta væri hljómsveitin að spila á sama tíma. Þetta alvöru pönkrokk-element.“ Eins og áður hefur komið fram þá verður tónlistarmyndbandið frumsýnt í Stúdentakjallaranum í kvöld klukkan átta og mun hljómsveitin í kjölfarið stíga á svið og flytja nýtt efni af væntanlegri plötu sinni. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
„Þetta er fyrsta smáskífan af nýju plötunni okkar,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við lagið ABC í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Myndbandinu leikstýrði hann Sigurður Möller Sívertsen sem hefur verið að sjá um myndböndin okkar ásamt Heimi Gesti, þeir eru svona kombóið,“ segir Gunnar en tvíeykið virðist vinna vel saman þar sem tónlistarmyndband við lag hljómsveitarinnar Hver er ég? var valið myndband ársins 2013 á íslensku tónlistarverðlaunahátíðinni. Nýja platan hefur hlotið nafnið Rökrétt framhald og kemur út 17. júní næstkomandi á sjötíu ára afmæli lýðveldisins. „Við erum búnir að vera að semja í dálítinn tíma, við tókum hana síðan upp í febrúar,“ segir Gunnar en strákarnir í hljómsveitinni einbeittu sér að því að halda sama sándi og á fyrstu plötunni en Gunnar segir sveitina þó vera að færast í fágaðri, poppaðri átt. „Við tókum mikið af henni upp „live“ og reyndum að minnka almenna vinnslu eins og við gátum,“ segir söngvarinn. „Við vildum halda í það að þetta væri hljómsveitin að spila á sama tíma. Þetta alvöru pönkrokk-element.“ Eins og áður hefur komið fram þá verður tónlistarmyndbandið frumsýnt í Stúdentakjallaranum í kvöld klukkan átta og mun hljómsveitin í kjölfarið stíga á svið og flytja nýtt efni af væntanlegri plötu sinni.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira