Erlent

Fjarlægasta dulstirni sem fundist hefur

Mynd listamanns af ULAS J1120+0641
Mynd listamanns af ULAS J1120+0641 Mynd/AP
Evrópskir stjörnufræðingar hafa með hjálp Very Large Telescope ESO í Chile fundið og rannsakað fjarlægasta dulstirni sem fundist hefur hingað til. Greint er frá fundinum í vísindatímaritinu Nature.

Dulstirni eru mjög bjartar og fjarlægar virkar vetrarbrautir, knúin áfram af risasvartholum í miðju þeirra, en svartholið í miðju þessa nýfundna dulstirnis er tveir milljarðar sólmassa (tvö þúsund milljón sólir).

Dulstirni skína svo skært að hægt er að nota þau til að rannsaka það tímabil í sögu alheimsins þegar fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar voru að myndast. Nýfundna dulstirnið kallast ULAS J1120+0641 og sjáum við það eins og það leit út einungis 770 milljónum ára eftir Miklahvell. Ljós þess var því 12,9 milljarða ára á leið til jarðar.

Til gamans má þess geta að það dulstirni sem nálægast er jörðu, Cygnus A, kemur við sögu í skáldsögunni Contact eftir stjörnufræðinginn Carl Sagan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×