Flugvöll í Vatnsmýri Sigurjón Arnórsson skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Árið 1940 hóf breski herinn byggingaframkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll. Afi minn, sem þá var ungur flugáhugamaður, rifjar upp minningar frá þessum tíma: „Allt í einu fylltust göturnar af vörubílum sem fluttu rauðan sand frá Rauðhólum. Það þurfti svo gífurlega mikið magn þar sem þarna eru eingöngu mýrar og svo langt niður á fast. Margir festu kaup á vörubílum og allir ætluðu að verða ríkir.“ Á þessum tíma vann afi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og tók þátt í að leggja rafmagn á svæðinu. Það var mikil uppbygging, margir fengu vinnu við framkvæmdirnar og síðan við ýmis störf eftir að flugvöllurinn var tekinn í notkun. Menn voru jafnvel sendir upp í Landakotskirkjuturninn til að hlusta eftir og fylgjast með óvinaflugvélum. Þrátt fyrir að völlurinn væri að mestu lokaður þar til Bretar afhentu Íslendingum hann í júlí 1946, fengu Íslendingar í örfáum tilfellum afnot af honum. Til dæmis stofnuðu afi og félagar flugskóla þar árið 1944. Þegar Íslendingar tóku við rekstri flugvallarins braust út mikill flugáhugi, ný samgönguæð opnaðist, flugskólar voru stofnaðir og um leið hófst mikið „fluglíf“. Í fyrstu voru sjóflugvélar aðallega notaðar þar sem fáir flugvellir voru til á landinu. Fljótlega byrjaði Flugmálastjórn að senda vinnuflokka út um allt land og flugvellir byggðir á melum. Þessa flugvelli var eingöngu hægt að nota á sumrin. Þegar Reykjavíkurflugvöllur var tekinn í notkun opnaðist nýr samgöngumáti sem hefur alla tíð síðan verið mikilvægur fyrir Reykvíkinga og alla aðra landsmenn. Reykjavíkurflugvöllur er bæði sögulega og menningarlega mikilvægur. Hann var reistur á mesta umbyltingarskeiði borgarinnar og landsins alls. Eftir standa margar mikilvægar minjar frá þessu tímabili. Þar má nefna flugturninn, braggana í Nauthólsvík og stóru flugskýlin. Þetta eru jafn verðmætar söguminjar og allnokkrir húskofar í miðborginni sem Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að vernda og fest kaup á með skattpeningum borgabúa. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 telur stjórn Reykjavíkurborgar skynsamlegt að láta Reykjavíkurflugvöll víkja fyrir auknum möguleikum á uppbyggingu byggðar í Reykjavík. Eftir þrjú ár er stefnt að því að loka annarri aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suðurbrautinni. Þessi lokun gerir Reykjavíkurflugvöll ónothæfan fyrir farþegaflug. Reykjavíkurflugvöllur er enn í dag mikilvæg samgönguæð bæði fyrir borgabúa og aðra landsmenn. Þar hefur þróast margs konar þjónusta og önnur starfsemi. Höfuðborg landsins verður að vera vel tengd við aðra landshluta og Reykjavíkurflugvöllur er vel staðsettur til að þjóna því hlutverki til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árið 1940 hóf breski herinn byggingaframkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll. Afi minn, sem þá var ungur flugáhugamaður, rifjar upp minningar frá þessum tíma: „Allt í einu fylltust göturnar af vörubílum sem fluttu rauðan sand frá Rauðhólum. Það þurfti svo gífurlega mikið magn þar sem þarna eru eingöngu mýrar og svo langt niður á fast. Margir festu kaup á vörubílum og allir ætluðu að verða ríkir.“ Á þessum tíma vann afi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og tók þátt í að leggja rafmagn á svæðinu. Það var mikil uppbygging, margir fengu vinnu við framkvæmdirnar og síðan við ýmis störf eftir að flugvöllurinn var tekinn í notkun. Menn voru jafnvel sendir upp í Landakotskirkjuturninn til að hlusta eftir og fylgjast með óvinaflugvélum. Þrátt fyrir að völlurinn væri að mestu lokaður þar til Bretar afhentu Íslendingum hann í júlí 1946, fengu Íslendingar í örfáum tilfellum afnot af honum. Til dæmis stofnuðu afi og félagar flugskóla þar árið 1944. Þegar Íslendingar tóku við rekstri flugvallarins braust út mikill flugáhugi, ný samgönguæð opnaðist, flugskólar voru stofnaðir og um leið hófst mikið „fluglíf“. Í fyrstu voru sjóflugvélar aðallega notaðar þar sem fáir flugvellir voru til á landinu. Fljótlega byrjaði Flugmálastjórn að senda vinnuflokka út um allt land og flugvellir byggðir á melum. Þessa flugvelli var eingöngu hægt að nota á sumrin. Þegar Reykjavíkurflugvöllur var tekinn í notkun opnaðist nýr samgöngumáti sem hefur alla tíð síðan verið mikilvægur fyrir Reykvíkinga og alla aðra landsmenn. Reykjavíkurflugvöllur er bæði sögulega og menningarlega mikilvægur. Hann var reistur á mesta umbyltingarskeiði borgarinnar og landsins alls. Eftir standa margar mikilvægar minjar frá þessu tímabili. Þar má nefna flugturninn, braggana í Nauthólsvík og stóru flugskýlin. Þetta eru jafn verðmætar söguminjar og allnokkrir húskofar í miðborginni sem Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að vernda og fest kaup á með skattpeningum borgabúa. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 telur stjórn Reykjavíkurborgar skynsamlegt að láta Reykjavíkurflugvöll víkja fyrir auknum möguleikum á uppbyggingu byggðar í Reykjavík. Eftir þrjú ár er stefnt að því að loka annarri aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suðurbrautinni. Þessi lokun gerir Reykjavíkurflugvöll ónothæfan fyrir farþegaflug. Reykjavíkurflugvöllur er enn í dag mikilvæg samgönguæð bæði fyrir borgabúa og aðra landsmenn. Þar hefur þróast margs konar þjónusta og önnur starfsemi. Höfuðborg landsins verður að vera vel tengd við aðra landshluta og Reykjavíkurflugvöllur er vel staðsettur til að þjóna því hlutverki til framtíðar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun