Átti ekki að klára dæmið í geðheilbrigðismálum? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2025 11:02 Síðustu ár hefur verið ákveðin vitundarvakning hvað geðheilbrigðismál varðar, sem er af hinu góða. Þessi mál eru minna tabú en áður og ungir sem aldnir eru meðvitaðir um mikilvægi þessa málaflokks. Nauðsynlegt er að fólk hafi aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og geti leitað sér aðstoðar sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar á reynir. Verkefni eins og Bergið Headspace, Píeta samtökin og Geðhjálp eru mikilvæg og forgangsraða ætti fjármunum í álíka verkefni. Ungt fólk í dag finnur fyrir meira álagi en áður og það brýst oftar en ekki út í erfiðri hegðun sem er alvarlegt. Við höfum séð þetta ítrekað núna síðustu misserin sem er miður. Sálfræðingar eru í meira mæli aðgengilegir á heilsugæslustöðvum hringinn í kringum landið og fjarheilbrigðisþjónusta er notuð í meira mæli sem er jákvæð þróun. Kosningamál eða hvað? Árið 2020 samþykkti Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og unnið hefur verið að því. Viðreisn gerði niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að kosningamáli og fullyrti, að ef þau kæmust í ríkisstjórn þá yrði niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu eitt af þeirra fyrstu verkum. Formaður Viðreisnar notaði orðalagið „að klára dæmið” en þetta dæmi stendur enn óklárað. Tekið er fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að auka eigi aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, sem er göfugt markmið. Ekki er talað skýrt um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun og engar vísbendingar eru um framgang þessa forgangsmáls hjá Viðreisn. Þann 26. maí sl. felldu sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu kjarasamning í annað sinn á árinu. Sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu haldast stutt í vinnu sökum þess hversu slök kjör eru í boði og starfa frekar sjálfstætt eða hjá sveitarfélögum. Biðlistar lengjast og sálfræðingar standa samningslausir út í kuldanum. Sömu biðlistar og Viðreisn talaði ítrekað um í kosningabaráttunni að stytta. Hveitibrauðsdögunum lokið Núna er hveitibrauðsdögum ríkistjórnarinna lokið og þarf verkstjórnin að fara standa við stóru orðin. Má búast við einhverjum aðgerðum í málaflokknum frá þessari ríkisstjórn? Munu íbúar þessa lands geta fengið niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu eins og lofað var og sett í forgang hér af flokki í ríkisstjórn? Ætli ráðherrar Viðreisnar eigi sér ekki viðreisnar von? Höfundur er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Geðheilbrigði Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur verið ákveðin vitundarvakning hvað geðheilbrigðismál varðar, sem er af hinu góða. Þessi mál eru minna tabú en áður og ungir sem aldnir eru meðvitaðir um mikilvægi þessa málaflokks. Nauðsynlegt er að fólk hafi aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og geti leitað sér aðstoðar sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar á reynir. Verkefni eins og Bergið Headspace, Píeta samtökin og Geðhjálp eru mikilvæg og forgangsraða ætti fjármunum í álíka verkefni. Ungt fólk í dag finnur fyrir meira álagi en áður og það brýst oftar en ekki út í erfiðri hegðun sem er alvarlegt. Við höfum séð þetta ítrekað núna síðustu misserin sem er miður. Sálfræðingar eru í meira mæli aðgengilegir á heilsugæslustöðvum hringinn í kringum landið og fjarheilbrigðisþjónusta er notuð í meira mæli sem er jákvæð þróun. Kosningamál eða hvað? Árið 2020 samþykkti Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og unnið hefur verið að því. Viðreisn gerði niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að kosningamáli og fullyrti, að ef þau kæmust í ríkisstjórn þá yrði niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu eitt af þeirra fyrstu verkum. Formaður Viðreisnar notaði orðalagið „að klára dæmið” en þetta dæmi stendur enn óklárað. Tekið er fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að auka eigi aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, sem er göfugt markmið. Ekki er talað skýrt um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun og engar vísbendingar eru um framgang þessa forgangsmáls hjá Viðreisn. Þann 26. maí sl. felldu sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu kjarasamning í annað sinn á árinu. Sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu haldast stutt í vinnu sökum þess hversu slök kjör eru í boði og starfa frekar sjálfstætt eða hjá sveitarfélögum. Biðlistar lengjast og sálfræðingar standa samningslausir út í kuldanum. Sömu biðlistar og Viðreisn talaði ítrekað um í kosningabaráttunni að stytta. Hveitibrauðsdögunum lokið Núna er hveitibrauðsdögum ríkistjórnarinna lokið og þarf verkstjórnin að fara standa við stóru orðin. Má búast við einhverjum aðgerðum í málaflokknum frá þessari ríkisstjórn? Munu íbúar þessa lands geta fengið niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu eins og lofað var og sett í forgang hér af flokki í ríkisstjórn? Ætli ráðherrar Viðreisnar eigi sér ekki viðreisnar von? Höfundur er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun