Örvæntingafullir endó-sjúklingar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. júní 2025 08:32 Það var átakanlegt að hlusta á viðtal Ríkisútvarpsins við unga konu með endómetríósu, endó. Konan er þjökuð af verkjum en fékk ekki sjúkdómsgreiningu fyrr en eftir að hafa gengið á milli lækna í sex ár og verið send heim ítrekað með verkjalyf. Greiningin fékkst loksins á Klíníkinni, en talið er að allt að tíu prósent kvenna þjáist af endó. Í umfjöllun RÚV um málið kom fram að verið sé að semja um greiðsluþátttöku fyrir 100 aðgerðir sem þegar hafa verið framkvæmdar á Klíníkinni. Þegar eru um 100 konur til viðbótar á biðlista eftir aðgerð þar. Því er útlit fyrir að þær þurfi að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna úr eigin vasa, vilji þær fá lausn sinna mála á þessu ári. Endósamtökin, samtök sjúklinga með sjúkdóminn, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessari stöðu. Aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu háð efnahag Á dögunum tók ég upp stöðu þessa viðkvæma sjúklingahóps í sérstakri umræðu um heilbrigðismál í þinginu. Þrautarganga sjúklinga með endó hefur verið með slíkum ólíkindum. Sjúkdómurinn getur valdið hryllilegum verkjum og ófrjósemi og þar til á síðasta kjörtímabili biðu konur lengi – sárþjáðar - eftir opinberri heilbrigðisþjónustu. Langt umfram viðmiðunarmörk landlæknis. Þær sem höfðu efni á, og reyndar líka þær sem höfðu það ekki, gáfust upp á biðinni og greiddu einkaaðilum háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu. Í ákalli til stjórnvalda sögðu Endósamtökin það vera nöturlega staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á Íslandi færi eftir efnahag. Heilbrigðisráðherra Viðreisnar prófaður Mikil bót varð á málum á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra samdi við einkaaðila um þjónustu endó-sjúklinga. Með því styttust biðlistar og endó-sjúklingar urðu jafnsettir í íslensku heilbrigðiskerfi, óháð efnahag. Stjórnmálamenn segjast gjarnan leggja áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og því er staðan sem nú er komin upp mikill prófsteinn á störf nýs heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller. Staðan er sömuleiðis prófsteinn á Samfylkinguna sem hefur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið í sínum málflutningi, en ekki síður á Viðreisn sem ber ábyrgð á setu Ölmu í þessari ríkisstjórn. Mun nýr heilbrigðisráðherra hugsa um hag endó-sjúklinga? Eða munu gamaldags hugsun og fordómar í garð einkaaðila byrgja henni sýn? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Kvenheilsa Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það var átakanlegt að hlusta á viðtal Ríkisútvarpsins við unga konu með endómetríósu, endó. Konan er þjökuð af verkjum en fékk ekki sjúkdómsgreiningu fyrr en eftir að hafa gengið á milli lækna í sex ár og verið send heim ítrekað með verkjalyf. Greiningin fékkst loksins á Klíníkinni, en talið er að allt að tíu prósent kvenna þjáist af endó. Í umfjöllun RÚV um málið kom fram að verið sé að semja um greiðsluþátttöku fyrir 100 aðgerðir sem þegar hafa verið framkvæmdar á Klíníkinni. Þegar eru um 100 konur til viðbótar á biðlista eftir aðgerð þar. Því er útlit fyrir að þær þurfi að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna úr eigin vasa, vilji þær fá lausn sinna mála á þessu ári. Endósamtökin, samtök sjúklinga með sjúkdóminn, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessari stöðu. Aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu háð efnahag Á dögunum tók ég upp stöðu þessa viðkvæma sjúklingahóps í sérstakri umræðu um heilbrigðismál í þinginu. Þrautarganga sjúklinga með endó hefur verið með slíkum ólíkindum. Sjúkdómurinn getur valdið hryllilegum verkjum og ófrjósemi og þar til á síðasta kjörtímabili biðu konur lengi – sárþjáðar - eftir opinberri heilbrigðisþjónustu. Langt umfram viðmiðunarmörk landlæknis. Þær sem höfðu efni á, og reyndar líka þær sem höfðu það ekki, gáfust upp á biðinni og greiddu einkaaðilum háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu. Í ákalli til stjórnvalda sögðu Endósamtökin það vera nöturlega staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á Íslandi færi eftir efnahag. Heilbrigðisráðherra Viðreisnar prófaður Mikil bót varð á málum á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra samdi við einkaaðila um þjónustu endó-sjúklinga. Með því styttust biðlistar og endó-sjúklingar urðu jafnsettir í íslensku heilbrigðiskerfi, óháð efnahag. Stjórnmálamenn segjast gjarnan leggja áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og því er staðan sem nú er komin upp mikill prófsteinn á störf nýs heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller. Staðan er sömuleiðis prófsteinn á Samfylkinguna sem hefur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið í sínum málflutningi, en ekki síður á Viðreisn sem ber ábyrgð á setu Ölmu í þessari ríkisstjórn. Mun nýr heilbrigðisráðherra hugsa um hag endó-sjúklinga? Eða munu gamaldags hugsun og fordómar í garð einkaaðila byrgja henni sýn? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar