Betri vegir, fleiri lögreglumenn og hægt að komast í meðferð á sumrin Þórður Snær Júlíusson skrifar 10. júní 2025 07:00 Fyrir viku síðan var lagt fram frumvarp til fjáraukalaga. Í því felast stór pólitísk skilaboð. Með frumvarpinu eru nefnilega rúmlega 5,2 milljarðar króna settir í nokkur af lykilmálum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þar ber fyrst að nefna þriggja milljarða króna viðbótarframlag til að takast á við ástand þjóðvega á Íslandi þar sem megináhersla verður á vegaumbætur á Vesturlandi. Þessi málaflokkur hefur verið verulega fjársveltur í tíð síðustu ríkisstjórnar með alvarlegum afleiðingum. Forstjóri Vegagerðarinnar sagði í viðtali fyrr á þessu ári að það þyrfti um 20 milljarða króna í grunnfjárveitingu vegna viðhalds en þau hafi ekki fengið meira en tæplega 13 milljarða króna. Þessu ætlar ríkisstjórnin að mæta með ofangreindum bráðaaðgerðum og með því að bæta sjö milljörðum króna við viðhald og þjónustu á vegakerfinu strax á næsta ári. Það er svipuð upphæð og væntar árlegar viðbótatekjur vegna leiðréttra veiðigjalda. Árið 2028 verður sú upphæð sem fer í viðhaldið komin upp í níu milljarða króna auk þess sem ríkisstjórnin ætlar að koma á fót innviðafélagi sem mun sjá um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda, svo sem vegna jarðganga og sambærilegra flýtiframkvæmda. Ekki veitir af, enda innviðaskuld í vegakerfinu metin á 265 til 290 milljarða króna. Lögreglumönnum fjölgað og viðbragðstími styttur Í öðru lagi verða 625 milljónir króna settar í löggæslu. Uppistaðan af þeirri upphæð, alls 545 milljónir króna á þessu ári, fara í að fjölga lögreglumönnum enda yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að fjölga þeim um 50 stöðugildi. Varanlegar fjárheimildir til að standa undir þessari fjölgun voru svo kynntar í fjármálaætlun fyrr á þessu ári. Fyrirhugað er að fjölga lögreglumönnum hjá öllum embættum lögreglu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Ekki veitir af. Í fyrravor voru að jafnaði 20 almennir lögreglumenn að störfum á hverjum degi á höfuðborgarsvæðinu. Það er sami fjöldi og var eingöngu í Reykjavík árið 2007. Íbúum á svæðinu hefur á sama tíma fjölgað um vel yfir 50 þúsund, auk þess sem fjöldi ferðamanna hefur farið úr því að vera nokkur hundruð þúsund í að telja yfir tvær milljónir á ári. Með fjölguninni er líka horft til þess að hægt verði að stytta viðbragðstíma lögreglu, sérstaklega hjá embættum á landsbyggðinni. Til viðbótar á að setja um 80 milljóna króna framlag til að unnt verði að ljúka nýliðanámskeiði sérsveitar ríkislögreglustjóra. Um 50 lögreglumenn hafa unnið að undirbúningi þessarar þjálfunar og fjármagnið tryggir að þeir sem metnir hafa verið hæfir geti lokið námskeiðinu. Meðferð við fíkn tryggð á sumrin Í þriðja lagi verða veittar 350 milljónir króna í eflingu meðferðarúrræða vegna fíknivanda. Það þýðir á mannamáli að bið eftir meðferð mun styttast, það mun ekki koma til sumarlokana hjá SÁÁ, Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík auk þess sem göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítala verða styrktar. Ofan á þetta allt munu ýmis skaðaminnkandi úrræði verða styrkt. Þá verða framlög til varnarmála aukin um 1,1 milljarð króna í ár. Í frumvarpinu segir skýrt að framlagið sé hluti af frekari fjárhagslegum stuðningi af hálfu Íslands við Úkraínu vegna áframhaldandi stríðsátaka í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og ákvarðanir sem teknar voru á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í júlí 2024, eða fyrir tæpu ári síðan. Fjármunir verða svo settir í varaleið í gegnum gervihnetti ef sæstengir rofna, í aukna nýtingu gervigreindar, í að setja á fót stöðugildi hagsmunafulltrúa aldraðra og 25 milljónir króna fara í að styrkja þá sem vilja skapa umræðuvettvang um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ekki bara viljayfirlýsingar og skóflustungur Fjármagnið er meðal annars sótt í mótvægisaðgerðir upp á 4,1 milljarð króna, enda lykilstefnumál hjá sitjandi ríkisstjórn að fara vel með opinbert fé. Stærstu upphæðirnar þar falla til vegna uppfærðra áætlana um útgreiðslur úr Orkusjóði, sem hafa verið minni en gert var ráð fyrir, og vegna lægri útgjalda vegna atvinnuleysisbóta. Einnig er gert ráð fyrir að hliðra fjárfestingarframlögum þar sem töf hefur orðið á upphafi nokkurra fjárfestingarverkefna. Á þetta hafa nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn hengt sig með óforskömmuðum hætti. Síðasta ríkisstjórn var mikið fyrir það að klippa á borða, stinga niður skóflu og lofa alls konar fyrir marga. Viljayfirlýsingar voru hennar leið til að sefa áhyggjur og mæta þrýstingi þegar fyrir lá að ekkert samkomulag var á milli þeirra flokka sem stóðu að stjórninni um hvernig verkefnin yrðu fjármögnuð. Tími loftkastala liðinn og tíma verka runninn upp Þetta var búið sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við. Alls kyns verkefni sem búið var að lofa en voru, að minnsta kosti að hluta, ófjármögnuð eða ekki að fullu skipulögð. Á meðal slíkra verkefna eru bygging nýrrar Þjóðarhallar fyrir inniíþróttir, bygging nýs fangelsis og uppbygging verknámsskóla í fjórum sveitarfélögum, sem viljayfirlýsingar og samningar voru gerðir um í tíð síðustu ríkisstjórnar án þess að búið væri að tryggja fjármagn í verkefnin. Ríkisstjórnin ætlar að standa við öll þessi verkefni, samhliða því að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Fjármagn í þau verður tryggt með ábyrgum hætti og samkvæmt raunhæfum áætlunum. Tími loftkastala sem eru einungis til í viljayfirlýsingum er liðinn. Hér mun rísa glæsileg Þjóðarhöll, nýtt fangelsi sem mun umbylta þeim málaflokki á landinu og viðbætur við þá framhaldsskóla sem hafa fengið vilyrði þar um til að sinna auknu verknámi. Það liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir voru ekki allar komnar á það stig að þörf sé á að setja allt það fjármagn sem ætlað var í verkefnin í ár. Þess vegna var fjárheimildum hliðrað milli ára. Þær fjárheimildir eru þó áfram til staðar og verða nýttar strax og mögulegt er. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fíkn Lögreglan Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan var lagt fram frumvarp til fjáraukalaga. Í því felast stór pólitísk skilaboð. Með frumvarpinu eru nefnilega rúmlega 5,2 milljarðar króna settir í nokkur af lykilmálum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þar ber fyrst að nefna þriggja milljarða króna viðbótarframlag til að takast á við ástand þjóðvega á Íslandi þar sem megináhersla verður á vegaumbætur á Vesturlandi. Þessi málaflokkur hefur verið verulega fjársveltur í tíð síðustu ríkisstjórnar með alvarlegum afleiðingum. Forstjóri Vegagerðarinnar sagði í viðtali fyrr á þessu ári að það þyrfti um 20 milljarða króna í grunnfjárveitingu vegna viðhalds en þau hafi ekki fengið meira en tæplega 13 milljarða króna. Þessu ætlar ríkisstjórnin að mæta með ofangreindum bráðaaðgerðum og með því að bæta sjö milljörðum króna við viðhald og þjónustu á vegakerfinu strax á næsta ári. Það er svipuð upphæð og væntar árlegar viðbótatekjur vegna leiðréttra veiðigjalda. Árið 2028 verður sú upphæð sem fer í viðhaldið komin upp í níu milljarða króna auk þess sem ríkisstjórnin ætlar að koma á fót innviðafélagi sem mun sjá um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda, svo sem vegna jarðganga og sambærilegra flýtiframkvæmda. Ekki veitir af, enda innviðaskuld í vegakerfinu metin á 265 til 290 milljarða króna. Lögreglumönnum fjölgað og viðbragðstími styttur Í öðru lagi verða 625 milljónir króna settar í löggæslu. Uppistaðan af þeirri upphæð, alls 545 milljónir króna á þessu ári, fara í að fjölga lögreglumönnum enda yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að fjölga þeim um 50 stöðugildi. Varanlegar fjárheimildir til að standa undir þessari fjölgun voru svo kynntar í fjármálaætlun fyrr á þessu ári. Fyrirhugað er að fjölga lögreglumönnum hjá öllum embættum lögreglu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Ekki veitir af. Í fyrravor voru að jafnaði 20 almennir lögreglumenn að störfum á hverjum degi á höfuðborgarsvæðinu. Það er sami fjöldi og var eingöngu í Reykjavík árið 2007. Íbúum á svæðinu hefur á sama tíma fjölgað um vel yfir 50 þúsund, auk þess sem fjöldi ferðamanna hefur farið úr því að vera nokkur hundruð þúsund í að telja yfir tvær milljónir á ári. Með fjölguninni er líka horft til þess að hægt verði að stytta viðbragðstíma lögreglu, sérstaklega hjá embættum á landsbyggðinni. Til viðbótar á að setja um 80 milljóna króna framlag til að unnt verði að ljúka nýliðanámskeiði sérsveitar ríkislögreglustjóra. Um 50 lögreglumenn hafa unnið að undirbúningi þessarar þjálfunar og fjármagnið tryggir að þeir sem metnir hafa verið hæfir geti lokið námskeiðinu. Meðferð við fíkn tryggð á sumrin Í þriðja lagi verða veittar 350 milljónir króna í eflingu meðferðarúrræða vegna fíknivanda. Það þýðir á mannamáli að bið eftir meðferð mun styttast, það mun ekki koma til sumarlokana hjá SÁÁ, Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík auk þess sem göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítala verða styrktar. Ofan á þetta allt munu ýmis skaðaminnkandi úrræði verða styrkt. Þá verða framlög til varnarmála aukin um 1,1 milljarð króna í ár. Í frumvarpinu segir skýrt að framlagið sé hluti af frekari fjárhagslegum stuðningi af hálfu Íslands við Úkraínu vegna áframhaldandi stríðsátaka í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og ákvarðanir sem teknar voru á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í júlí 2024, eða fyrir tæpu ári síðan. Fjármunir verða svo settir í varaleið í gegnum gervihnetti ef sæstengir rofna, í aukna nýtingu gervigreindar, í að setja á fót stöðugildi hagsmunafulltrúa aldraðra og 25 milljónir króna fara í að styrkja þá sem vilja skapa umræðuvettvang um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ekki bara viljayfirlýsingar og skóflustungur Fjármagnið er meðal annars sótt í mótvægisaðgerðir upp á 4,1 milljarð króna, enda lykilstefnumál hjá sitjandi ríkisstjórn að fara vel með opinbert fé. Stærstu upphæðirnar þar falla til vegna uppfærðra áætlana um útgreiðslur úr Orkusjóði, sem hafa verið minni en gert var ráð fyrir, og vegna lægri útgjalda vegna atvinnuleysisbóta. Einnig er gert ráð fyrir að hliðra fjárfestingarframlögum þar sem töf hefur orðið á upphafi nokkurra fjárfestingarverkefna. Á þetta hafa nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn hengt sig með óforskömmuðum hætti. Síðasta ríkisstjórn var mikið fyrir það að klippa á borða, stinga niður skóflu og lofa alls konar fyrir marga. Viljayfirlýsingar voru hennar leið til að sefa áhyggjur og mæta þrýstingi þegar fyrir lá að ekkert samkomulag var á milli þeirra flokka sem stóðu að stjórninni um hvernig verkefnin yrðu fjármögnuð. Tími loftkastala liðinn og tíma verka runninn upp Þetta var búið sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við. Alls kyns verkefni sem búið var að lofa en voru, að minnsta kosti að hluta, ófjármögnuð eða ekki að fullu skipulögð. Á meðal slíkra verkefna eru bygging nýrrar Þjóðarhallar fyrir inniíþróttir, bygging nýs fangelsis og uppbygging verknámsskóla í fjórum sveitarfélögum, sem viljayfirlýsingar og samningar voru gerðir um í tíð síðustu ríkisstjórnar án þess að búið væri að tryggja fjármagn í verkefnin. Ríkisstjórnin ætlar að standa við öll þessi verkefni, samhliða því að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Fjármagn í þau verður tryggt með ábyrgum hætti og samkvæmt raunhæfum áætlunum. Tími loftkastala sem eru einungis til í viljayfirlýsingum er liðinn. Hér mun rísa glæsileg Þjóðarhöll, nýtt fangelsi sem mun umbylta þeim málaflokki á landinu og viðbætur við þá framhaldsskóla sem hafa fengið vilyrði þar um til að sinna auknu verknámi. Það liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir voru ekki allar komnar á það stig að þörf sé á að setja allt það fjármagn sem ætlað var í verkefnin í ár. Þess vegna var fjárheimildum hliðrað milli ára. Þær fjárheimildir eru þó áfram til staðar og verða nýttar strax og mögulegt er. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar