Tómstunda- og félagsfræðinemar harma ákvörðun Akureyrarbæjar Hópur nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar 11. júní 2025 10:30 Fyrsta orðið sem kemur upp í huga margra þegar þau hugsa um ungmenni er félagsmiðstöð. Félagsmiðstöðvar eru ætlaðar sem forvarnarstarf þær eiga að mæta þörf unglinga fyrir samkomustað og samveru með jafnöldrum í óformlegu umhverfi. Skipulagsbreytingar Akureyrarbæjar á æskulýðsmálum eru ekki í samræmi við fræðin hvað tómstundir og frítímann varða. Það er sorglegt að eins stórt sveitarfélag og Akureyri sé að taka þetta mikla skref aftur á bak þegar kemur að því að bjóða upp á viðunandi starf fyrir unglinga. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær að senda þau skilaboð að gildi og ávinningur tómstundastarfs sé ekki nógu mikill til þess að það sé rekið sjálfstætt. Þátttaka í tómstunda- og æskulýðsstarfi hefur menntandi áhrif og skiptir máli fyrir þroska þeirra sem taka þátt. Hver einstaklingur sem tekur þátt hefur frelsið og stuðninginn til að móta og búa til sína eigin merkingu innan hópsins. Einstaklingurinn fær verkfæri inn í lífið á allt annan hátt en inn í formlegu menntakerfi. Þessi verkfæri tengjast oftar en ekki þremur T-um Tilgang, Tengingu og að Tilheyra. Þetta er mikilvægur lærdómur þó hann tengist ekki endilega hinu skipulagða skólakerfi. Þessi ábending er ekki til að leggja dóm á skólakerfið og þá menntun sem fer fram innan þess, heldur einfaldlega til þess að benda á að mikilvæg menntun fer fram í tómstundastarfi og að ítreka að sú menntun sé ekki síðri. Lykilþáttur þessarar óformlegu menntunar er að hún er ekki tengd skólastarfinu. Vegna þess að þetta eru einfaldlega tveir aðskildir hlutir. Inni á félagsmiðstöðvum ríkir unglingamenning og er traust milli starfsmanna og þátttakenda áþreifanlegt. Þar er ekki einblínt á hefðbundinn lærdóm, heldur læra unglingar að vera hluti af hóp, mynda félagsleg tengsl, byggja upp sjálfstraust, efla félagsfærni og samskipti. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk upplifi að þau hafi rödd og að það sé hlustað þegar þau tala, því leyfa félagsmiðstöðvar oft þátttakendum að hafa áhrif á starfið og það sem er í boði. Eitthvað sem þau fengu ekki að gera við þessa ákvörðunartöku. Frístundaleiðbeinendur félagsmiðstöðva eru dýrmætar fyrirmyndir unglinga, þar sem þeir geta nálgast þátttakendur á talsvert meiri jafningjagrundvelli en starfsmenn og kennarar grunnskóla geta. Ákvörðun Akureyrarbæjar um að samþætta frístundar-, skóla- og félagsmiðstöðvastarf gerir tómstundastarf einfaldlega að framlengingu skólans og dregur því úr mikilvægi og meiningu starfsins. Tómstunda- og æskulýðsstarf á að reka samhliða skólastarfi þar sem bæði hafa jafnt vægi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og því er óskiljanlegt að grunnskólar eigi að reka félagsmiðstöðvar, sem hér áður töldust vera staður sem unglingar gátu farið utan skóla. Við skorum á bæjaryfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og taka tómstunda- og félagsmálafræðinga með í umræðuna. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Antonía Mist Gísladóttir, Arngrímur Bragi Steinarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagný Kára Magnúsdóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Haukur Hákon Loftsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Sigrún Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Ólavía Jóhannsdóttir, Óliver Karl Sandberg Birgisson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Snædís Barkardóttir, Vala Kristín Árnadóttir og Þórhildur Benediktsdóttir. Höfundar eru nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Fyrsta orðið sem kemur upp í huga margra þegar þau hugsa um ungmenni er félagsmiðstöð. Félagsmiðstöðvar eru ætlaðar sem forvarnarstarf þær eiga að mæta þörf unglinga fyrir samkomustað og samveru með jafnöldrum í óformlegu umhverfi. Skipulagsbreytingar Akureyrarbæjar á æskulýðsmálum eru ekki í samræmi við fræðin hvað tómstundir og frítímann varða. Það er sorglegt að eins stórt sveitarfélag og Akureyri sé að taka þetta mikla skref aftur á bak þegar kemur að því að bjóða upp á viðunandi starf fyrir unglinga. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær að senda þau skilaboð að gildi og ávinningur tómstundastarfs sé ekki nógu mikill til þess að það sé rekið sjálfstætt. Þátttaka í tómstunda- og æskulýðsstarfi hefur menntandi áhrif og skiptir máli fyrir þroska þeirra sem taka þátt. Hver einstaklingur sem tekur þátt hefur frelsið og stuðninginn til að móta og búa til sína eigin merkingu innan hópsins. Einstaklingurinn fær verkfæri inn í lífið á allt annan hátt en inn í formlegu menntakerfi. Þessi verkfæri tengjast oftar en ekki þremur T-um Tilgang, Tengingu og að Tilheyra. Þetta er mikilvægur lærdómur þó hann tengist ekki endilega hinu skipulagða skólakerfi. Þessi ábending er ekki til að leggja dóm á skólakerfið og þá menntun sem fer fram innan þess, heldur einfaldlega til þess að benda á að mikilvæg menntun fer fram í tómstundastarfi og að ítreka að sú menntun sé ekki síðri. Lykilþáttur þessarar óformlegu menntunar er að hún er ekki tengd skólastarfinu. Vegna þess að þetta eru einfaldlega tveir aðskildir hlutir. Inni á félagsmiðstöðvum ríkir unglingamenning og er traust milli starfsmanna og þátttakenda áþreifanlegt. Þar er ekki einblínt á hefðbundinn lærdóm, heldur læra unglingar að vera hluti af hóp, mynda félagsleg tengsl, byggja upp sjálfstraust, efla félagsfærni og samskipti. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk upplifi að þau hafi rödd og að það sé hlustað þegar þau tala, því leyfa félagsmiðstöðvar oft þátttakendum að hafa áhrif á starfið og það sem er í boði. Eitthvað sem þau fengu ekki að gera við þessa ákvörðunartöku. Frístundaleiðbeinendur félagsmiðstöðva eru dýrmætar fyrirmyndir unglinga, þar sem þeir geta nálgast þátttakendur á talsvert meiri jafningjagrundvelli en starfsmenn og kennarar grunnskóla geta. Ákvörðun Akureyrarbæjar um að samþætta frístundar-, skóla- og félagsmiðstöðvastarf gerir tómstundastarf einfaldlega að framlengingu skólans og dregur því úr mikilvægi og meiningu starfsins. Tómstunda- og æskulýðsstarf á að reka samhliða skólastarfi þar sem bæði hafa jafnt vægi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og því er óskiljanlegt að grunnskólar eigi að reka félagsmiðstöðvar, sem hér áður töldust vera staður sem unglingar gátu farið utan skóla. Við skorum á bæjaryfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og taka tómstunda- og félagsmálafræðinga með í umræðuna. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Antonía Mist Gísladóttir, Arngrímur Bragi Steinarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagný Kára Magnúsdóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Haukur Hákon Loftsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Sigrún Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Ólavía Jóhannsdóttir, Óliver Karl Sandberg Birgisson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Snædís Barkardóttir, Vala Kristín Árnadóttir og Þórhildur Benediktsdóttir. Höfundar eru nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar