Innlent

Yfir 5000 manns koma að flugeldasölunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ingi Sigvaldason á von á góðri flugeldasölu í ár.
Jón Ingi Sigvaldason á von á góðri flugeldasölu í ár.
Yfir 5000 manns á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu koma að flugeldasölu síðustu daga fyrir áramót, segir Jón Ingi Sigvaldason, markaðsstjóri hjá Landsbjörgu.

Jón Ingi á von á góðri flugeldasölu í ár. „Vöruúrvalið hefur aldrei verið meira hjá okkur og á flestum stöðum á landinu eru þegar komnir upp flugeldasölustaðir og menn eru tilbúnir til að taka þar á móti viðskiptavinum og velunnurum," segir Jón Ingi.

Jón Ingi hvetur menn til að kaupa flugeldana hjá björgunarsveitunum því menn séu ekki bara að kaupa flugelda heldur einnig að fjármagna almannaþjónustu, sem skipti verulegu máli. „Það verður enginn svikinn af okkur, hvorki vörulega séð né í hvað peningarnir fara," segir Jón Ingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×