Fótbolti

Sigur hjá Arnari og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson í búningi FC Twente þegar hann var á mála hjá því liði.
Arnar Þór Viðarsson í búningi FC Twente þegar hann var á mála hjá því liði.
Cercle Brügge vann í gær góðan 1-0 sigur á Mechelen á útivelli í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Arnar Viðarsson lék allan leikinn í liði Cercle Brügge en hann fékk gult spjald á 22. mínútu leiksins.

Sigurmarkið skoraði Vuza Nyoni á 55. mínútu.

Cercle Brügge er í níunda sæti deildarinnar með 41 stig eftir 30 leiki og siglir lygnan sjó í deildinni sem telur átján lið.

Standard Liege er í efsta sæti deildarinnar með 67 stig, þremur meira en Anderlecht sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×