Innlent

Fimm hundruð þúsundasti gesturinn í Sundlaug Kópavogs

Jakob Þorsteinsson, María Níelsdóttir og Gunnsteinn Sigurðsson.
Jakob Þorsteinsson, María Níelsdóttir og Gunnsteinn Sigurðsson.
Kópavogsbúinn María Níelsdóttir var 500 þúsundasti gesturinn í Sundlaug Kópavogs. Aldrei hafa eins margir gestir sótt laugina á einu ári. Aukningin frá árinu áður nemur um 28% en þá voru gestirnir 391.439, að fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Einnig er um met að ræða í samanlögðum gestafjölda í Kópavogslaugarnar tvær, en það stefnir í að gestir í Sundlauginni Versölum verði 384.000 sem er 1.000 fleiri gestir en í fyrra en 1.000 færri en árið 2007 þegar mest var.

María kom í laugina rétt um hádegið í dag og afhentu Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Jakob Þorsteinsson, forstöðumaður sundlaugarinnar, henni blómvönd, árskort í líkamsrækt og sund og gjafapakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×