Erlent

Svalbarði ekki skattaparadís

Svalbarði verður ekki eins aðlaðandi fyrir stórfyrirtæki eftir breytingar á skattalögum.
Svalbarði verður ekki eins aðlaðandi fyrir stórfyrirtæki eftir breytingar á skattalögum.
Nýjum lögum um fyrirtækjaskatt á Svalbarða er ætlað að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki nýti sér eyjuna sem skattaskjól. Hingað til hefur skatthlutfallið verið 16 prósent í stað 28 prósenta eins og gerist á meginlandi Noregs, en nú mun sérstaki skatturinn einungis gilda um fyrirtæki með árstekjur undir 10 milljónum norskra króna.

Aftenposten nefnir fyrirtækið Seadrill. Á vegum þess er einn starfsmaður á Svalbarða og sér um útleigu á tveimur olíuborpöllum. Á síðasta ári sparaði sú starfsemi um 85 milljónir norskra króna í skattgreiðslur, um 1,8 milljarð íslenskra.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×