Er Kleppur barn síns tíma? Halldóra Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Nanna Briem geðlæknir á geðsviði Landspítala Geðsjúkdómar eins og geðklofi, geðhvörf og langvinnt þunglyndi eru algengari en flestir gera sér grein fyrir og hafa oft mikla fötlun í för með sér. Ýmsir þættir eins og fíkniefnaneysla, líkamlegir sjúkdómar og þroskaraskanir geta haft áhrif á gang og horfur þessara sjúkdóma. Alvarlegir geðsjúkdómar hafa áhrif á alla þætti lífsins og geta dregið verulega úr færni til athafna daglegs lífs, félagslegra samskipta og getu til náms eða vinnu. Aðstandendur standa oft ráðþrota gagnvart vanlíðan ástvinar síns og sjúkdómurinn verður þung byrði fyrir fjölskylduna að bera. Til að bæta gráu ofan á svart mæta einstaklingar með þessi alvarlegu veikindi því miður oft fordómum og einangrast frá vinum, kunningjum og jafnvel fjölskyldu. Þeir sem þjást af alvarlegum geðsjúkdómum eiga að hafa aðgang að bestu mögulegu meðferð hverju sinni, rétt eins og þeir sem kljást við líkamlega sjúkdóma. Endurhæfing er mikilvæg mörgum sem stríða við erfiða geðsjúkdóma og gerir þeim kleift að bæta líðan, auka færni og þar með bæta lífsgæði sín. Saga geðlækninga á Íslandi tengist Kleppsspítala sem á sér langa sögu og varð nýlega 100 ára. Við sameiningu stóru spítalanna (Landspítala og Borgarspítala) um síðustu aldamót voru gerðar meiriháttar breytingar á geðsviði Landspítala og Kleppur varð miðstöð endurhæfingar geðsjúkra innan spítalans. Á síðustu misserum hefur mikil hugmynda- og þróunarvinna verið unnin á Kleppi, með það að markmiði að endurbæta endurhæfinguna og aðlaga hana að nútímakröfum. Það hefur hins vegar lengi staðið endurhæfingarstarfinu fyrir þrifum að í hugum margra er Kleppur enn gamaldags geðveikrahæli og það viðhorf ríkir að sjúklingar eigi að vistast þar til langtíma. Í mörg ár gekk erfiðlega að útskrifa full meðhöndlaða og endurhæfða einstaklinga af spítalanum. En sem betur fer hefur margt breyst til batnaðar. Síðustu árin hefur búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða fjölgað víða, t.d. í Reykjavík og í Hafnarfirði. Opnaðir hafa verið svokallaðir þjónustuíbúðarkjarnar, þar sem langveikir einstaklingar búa í eigin íbúðum og fá þjónustu og stuðning við hæfi, jafnvel allan sólarhringinn. Það að einstaklingar með alvarlega geðsjúkdóma „búi“ á Kleppi í áraraðir heyrir nú sögunni til. Í allri okkar vinnu er lögð áhersla á teymisvinnu, þar sem allar starfsstéttir taka þátt, hvort sem um er að ræða geðlækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa eða annað fagfólk. Leguplássum hefur verið fækkað og lögð er áhersla á aukna endurhæfingu utan sjúkrahússins. Á Kleppslóðinni eru nú tvær öflugar endurhæfingardeildir þar sem áherslan er á markvissa endurhæfingu á sem stystum tíma á legudeild. Þá hefur Kleppur stóra göngudeild þar sem meðferð langveikra einstaklinga er fylgt eftir. Stór þáttur í þeirri vinnu er eftirfylgni í heimahúsi og í sérhæfðum íbúðarkjörnum. Í stóru húsi í Laugaráshverfinu er endurhæfingardeild fyrir unga einstaklinga með byrjandi geðrofssjúkdóma (E-LR). Þar er áherslan á að vinna með styrkleika hvers og eins og efla innsæið sem miðar allt að því að einstaklingurinn öðlist færni til sjálfsbjargar. Heilsurækt og félagsfærnisþjálfun ásamt rólegu og uppbyggjandi umhverfi eru hluti þeirra verkfæra sem notuð eru þar. Starfsemin þar er í mikilli þróun með það fyrir augum að efla snemminngrip í einhverja þá alvarlegustu og erfiðustu sjúkdóma sem leggjast á ungt fólk. Það er okkar skoðun að endurhæfing geti ekki alfarið farið fram inni á stofnun. Mikilvægur þáttur endurhæfingar er að auka færni einstaklings til að taka þátt í daglegu lífi og leysa þau vandamál sem upp koma. Ef sú þjálfun sem á að auka færnina fer einungis fram innan stofnunar er ólíklegra að framfarirnar yfirfærist á daglegt líf í venjulegu umhverfi einstaklingsins. Endurhæfing gefst best þegar hún fer fram í því umhverfi sem hver og einn lifir og hrærist í dags daglega. Þetta er starfsfólk endurhæfingarsviðs meðvitað um og unnið er að því að færa þungamiðju endurhæfingarinnar út fyrir legudeildirnar og inn í nærumhverfi skjólstæðinga okkar. Þeir fá í auknum mæli aðstoð við að tengjast úrræðum utan stofnunarinnar eins og Fjölmennt, Geysi, Hugarafli, Geðhjálp, Hlutverkasetrinu, Atvinnu með stuðningi og athvörfum Rauða krossins svo eitthvað sé nefnt. Stuðningur við einstaklinga í heimahúsi hefur einnig aukist á síðustu misserum. Á E-LR er stefnt að því að koma á fót samfélagsgeðteymi fyrir ungt fólk með byrjandi geðrofssjúkdóma. Það er hins vegar ljóst að alltaf verður ákveðinn hópur einstaklinga sem er svo fatlaður af sínum veikindum að meðferð og endurhæfing í heimahúsi gengur ekki upp tímabundið. Þá er nauðsynlegt að hafa til umráða legudeildir þar sem hægt er að tryggja öryggi sjúklinga, hefja meðferð og endurhæfingu þangað til það er tímabært að flytja meðferðina aftur út fyrir veggi spítalans. Það er okkar niðurstaða að Kleppur sem gamaldags geðveikraheili sé barn síns tíma. Nútímavæddur Kleppur sem býður upp á og styður við bestu mögulega endurhæfingu og leggur áherslu á öflug tengsl út í samfélagið, er hins vegar stór þáttur í þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem við teljum nauðsynlega og viljum taka þátt í að bjóða upp á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nanna Briem geðlæknir á geðsviði Landspítala Geðsjúkdómar eins og geðklofi, geðhvörf og langvinnt þunglyndi eru algengari en flestir gera sér grein fyrir og hafa oft mikla fötlun í för með sér. Ýmsir þættir eins og fíkniefnaneysla, líkamlegir sjúkdómar og þroskaraskanir geta haft áhrif á gang og horfur þessara sjúkdóma. Alvarlegir geðsjúkdómar hafa áhrif á alla þætti lífsins og geta dregið verulega úr færni til athafna daglegs lífs, félagslegra samskipta og getu til náms eða vinnu. Aðstandendur standa oft ráðþrota gagnvart vanlíðan ástvinar síns og sjúkdómurinn verður þung byrði fyrir fjölskylduna að bera. Til að bæta gráu ofan á svart mæta einstaklingar með þessi alvarlegu veikindi því miður oft fordómum og einangrast frá vinum, kunningjum og jafnvel fjölskyldu. Þeir sem þjást af alvarlegum geðsjúkdómum eiga að hafa aðgang að bestu mögulegu meðferð hverju sinni, rétt eins og þeir sem kljást við líkamlega sjúkdóma. Endurhæfing er mikilvæg mörgum sem stríða við erfiða geðsjúkdóma og gerir þeim kleift að bæta líðan, auka færni og þar með bæta lífsgæði sín. Saga geðlækninga á Íslandi tengist Kleppsspítala sem á sér langa sögu og varð nýlega 100 ára. Við sameiningu stóru spítalanna (Landspítala og Borgarspítala) um síðustu aldamót voru gerðar meiriháttar breytingar á geðsviði Landspítala og Kleppur varð miðstöð endurhæfingar geðsjúkra innan spítalans. Á síðustu misserum hefur mikil hugmynda- og þróunarvinna verið unnin á Kleppi, með það að markmiði að endurbæta endurhæfinguna og aðlaga hana að nútímakröfum. Það hefur hins vegar lengi staðið endurhæfingarstarfinu fyrir þrifum að í hugum margra er Kleppur enn gamaldags geðveikrahæli og það viðhorf ríkir að sjúklingar eigi að vistast þar til langtíma. Í mörg ár gekk erfiðlega að útskrifa full meðhöndlaða og endurhæfða einstaklinga af spítalanum. En sem betur fer hefur margt breyst til batnaðar. Síðustu árin hefur búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða fjölgað víða, t.d. í Reykjavík og í Hafnarfirði. Opnaðir hafa verið svokallaðir þjónustuíbúðarkjarnar, þar sem langveikir einstaklingar búa í eigin íbúðum og fá þjónustu og stuðning við hæfi, jafnvel allan sólarhringinn. Það að einstaklingar með alvarlega geðsjúkdóma „búi“ á Kleppi í áraraðir heyrir nú sögunni til. Í allri okkar vinnu er lögð áhersla á teymisvinnu, þar sem allar starfsstéttir taka þátt, hvort sem um er að ræða geðlækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa eða annað fagfólk. Leguplássum hefur verið fækkað og lögð er áhersla á aukna endurhæfingu utan sjúkrahússins. Á Kleppslóðinni eru nú tvær öflugar endurhæfingardeildir þar sem áherslan er á markvissa endurhæfingu á sem stystum tíma á legudeild. Þá hefur Kleppur stóra göngudeild þar sem meðferð langveikra einstaklinga er fylgt eftir. Stór þáttur í þeirri vinnu er eftirfylgni í heimahúsi og í sérhæfðum íbúðarkjörnum. Í stóru húsi í Laugaráshverfinu er endurhæfingardeild fyrir unga einstaklinga með byrjandi geðrofssjúkdóma (E-LR). Þar er áherslan á að vinna með styrkleika hvers og eins og efla innsæið sem miðar allt að því að einstaklingurinn öðlist færni til sjálfsbjargar. Heilsurækt og félagsfærnisþjálfun ásamt rólegu og uppbyggjandi umhverfi eru hluti þeirra verkfæra sem notuð eru þar. Starfsemin þar er í mikilli þróun með það fyrir augum að efla snemminngrip í einhverja þá alvarlegustu og erfiðustu sjúkdóma sem leggjast á ungt fólk. Það er okkar skoðun að endurhæfing geti ekki alfarið farið fram inni á stofnun. Mikilvægur þáttur endurhæfingar er að auka færni einstaklings til að taka þátt í daglegu lífi og leysa þau vandamál sem upp koma. Ef sú þjálfun sem á að auka færnina fer einungis fram innan stofnunar er ólíklegra að framfarirnar yfirfærist á daglegt líf í venjulegu umhverfi einstaklingsins. Endurhæfing gefst best þegar hún fer fram í því umhverfi sem hver og einn lifir og hrærist í dags daglega. Þetta er starfsfólk endurhæfingarsviðs meðvitað um og unnið er að því að færa þungamiðju endurhæfingarinnar út fyrir legudeildirnar og inn í nærumhverfi skjólstæðinga okkar. Þeir fá í auknum mæli aðstoð við að tengjast úrræðum utan stofnunarinnar eins og Fjölmennt, Geysi, Hugarafli, Geðhjálp, Hlutverkasetrinu, Atvinnu með stuðningi og athvörfum Rauða krossins svo eitthvað sé nefnt. Stuðningur við einstaklinga í heimahúsi hefur einnig aukist á síðustu misserum. Á E-LR er stefnt að því að koma á fót samfélagsgeðteymi fyrir ungt fólk með byrjandi geðrofssjúkdóma. Það er hins vegar ljóst að alltaf verður ákveðinn hópur einstaklinga sem er svo fatlaður af sínum veikindum að meðferð og endurhæfing í heimahúsi gengur ekki upp tímabundið. Þá er nauðsynlegt að hafa til umráða legudeildir þar sem hægt er að tryggja öryggi sjúklinga, hefja meðferð og endurhæfingu þangað til það er tímabært að flytja meðferðina aftur út fyrir veggi spítalans. Það er okkar niðurstaða að Kleppur sem gamaldags geðveikraheili sé barn síns tíma. Nútímavæddur Kleppur sem býður upp á og styður við bestu mögulega endurhæfingu og leggur áherslu á öflug tengsl út í samfélagið, er hins vegar stór þáttur í þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem við teljum nauðsynlega og viljum taka þátt í að bjóða upp á.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun