Erlent

Stúdentar í Bandaríkjunum styðja mótmælendur

Frá Zuccotti Park í New York.
Frá Zuccotti Park í New York. mynd/AFP
Stúdentar víðsvegar um Bandaríkin ætla að halda umræðufundi í skólum sínum á morgun. Talið er að um 70 fundir verði haldnir á jafn mörgum háskólalóðum.

Natalie Abrams, einn af skipuleggjendum umræðufundanna sagði að tilgangurinn væri bæði að sína Hernemum Wall Street hreyfingunni stuðning ásamt því að brúa bilið milli kennara og nemenda.

Abrams sagði að nemendur og kennarar ættu að ræða saman og reyna að finna svör við vandamálum stúdenta í Bandaríkjunum.

Margir stúdentar í Bandaríkjunum eru uggandi yfir hækkandi skólagjöldum og miklum skuldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×