Sport

Enginn í úrslit

Enginn Íslenskur sundmaður komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Vínarborg í morgun. Jakob Jóhann Sveinsson varð 23. af 35 keppendum í undanrásum í 50 m bringusundi. Hann synti á 28.52 sekúndum, og var nálægt Íslandsmetinu. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir 26. af 34 keppendum í 100 metra flugsundi, Anja Ríkey Jakobsdóttir varð 22. af 32 keppendum í 50 metra baksundi og Erla Dögg Haralsdóttir 31. af 38 keppendum í 100 metra bringsundi. Sveit Íslands í 4 sinnum 50 metra fjórsundi kvenna setti Íslandsmet í morgun, þegar hún hafnaði í 13 sæti. Anja Ríkey Jakobsdóttir, Erla Dögg Haralsdóttir, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir syntu á 1 mínútu 57.06 sekúndum og bætti Íslandsmetið um rúmar 2 sekúndur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×