Innlent

Íslensk ungmenni stjórna sölutorgi með bæði vopn og fíkniefni á Facebook

Í lýsingu á hópnum segir að aðeins eigi að selja þar löglegar vörur.
Í lýsingu á hópnum segir að aðeins eigi að selja þar löglegar vörur. Vísir/Getty Images
Sjö hundruð manns hafa safnast saman í hóp á Facebook þar sem átt er í viðskiptum með vopn, fíkniefni og annan varning. Í hópnum, sem er aðgengilegur öllum, eru meðal annars svokallaðir Butterfly-hnífar, hnúajárn og lyfsseðilsskyld lyf auglýst til sölu.

Ein af auglýsingunum í hópnum.
Í lýsingu á hópnum segir að aðeins eigi að selja þar löglegar vörur. Stjórnendur hópsins segjast ekki taka ábyrgð á því sem notendur setja inn í hópinn. Stjórnendur hópsins eru þrjú ungmenni á aldrinum 18 til 20 ára. Hópurinn hefur verið starfræktur í meira en ár.

Það eru þó ekki bara fíkniefni og vopn sem auglýst eru til sölu heldur líka varningur á borð við mynddiska, húsgögn, farsímar og tölvuíhlutir. Mismunandi er eftir notendum hvort þeir gefa upp raunveruleg nöfn sín í auglýsingum á síðunni en þeir sem auglýsa til sölu hefðbundnari varning eru líklegri til að gefa upp nafn.

Sjá einnig: Lögregla beitir tálbeitum

Fíkniefni á borð við kókaín eru boðin til sölu í hópnum.
Vísir hefur áður fjallað um fíkniefnasölu sem fram fer á Facebook. Árið 2013 var greint frá því að hægt væri að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum hópum á síðunni. Árið 2014 var svo sagt frá því að lögreglan hefði rannsakað fíkniefnasölu á netinu og að hún hefði heimild til að beita tálbeitum í þeim rannsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×