Fíkniefni seld í lokuðum grúppum á Facebook Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. maí 2013 18:23 Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart og hvetur foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Meðlimir Facebook-grúppunnar sem fréttastofa 365 skoðaði skipta hundruðum. Þar er að finna fólk á öllum aldri, þó mest megnis ungt fólk eða allt niður í fimmtán ára gamla einstaklinga. Í grúppunni skiptast notendur á upplýsingum um hin ýmsu fíkniefni, hverjir selja hvað og hvað skammtarnir kosta. Flestum færslum fylgja símanúmer. Kannabis er afar áberandi þegar flett er í gegnum færslur meðlima. Oftar en ekki má finna upplýsingar um nýlegar sendingar, ástand efnisins og verð. Einnig er að finna hörð efni á borð við kókaín og spítt. Læknadóp er einnig auglýst til sölu. Þar á meðal er Concerta, örvandi lyf sem skylt er rítalíni og amfetamíni. Hið sama má einnig segja um Rítalín Uno en því er oft sprautað beint í æð. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig nálgast megi efnin Emma og bláa höfrunginn, þetta eru samnefnarar fyrir alsælu. Þá er að finna ítarlegar upplýsingar um verð á neysluskömmtum. Ef kannabis er tekið sem dæmi þá kostar grammið 3.500 krónur. Verð á kókaíni er nokkuð á reiki eða á bilinu tólf til tuttugu þúsund krónur grammið. Sama magn af amfetamíni er falt fyrir 4- til 5.000 krónur. Ofskynjunarlyfið LSD, sem er oftast selt í litlum pappírssneplum, fer á 1.500 til 3.000 krónur stykkið. mynd/skjáskot „Við höfum vitað af því að Facebook er notuð til þess að dreifa vímuefnum í langan tíma en hér er bent á að þetta sé gert með mjög skipulögðum hætti. Og það eru ekki góðar fréttir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn bendir á að aukið aðgengi að kannabis- og vímuefnum muni vafalaust leiða til aukinnar neyslu. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál síðustu áratugi eða allt frá því að farsíminn leit dagsins ljós og internetið í kjölfarið. „Ef þetta er gerast núna á Facebook með skipulögðum hætti og á bak við þetta er skipulögð glæpastarfsemi þá er þetta mjög alvarlegt mál. Grunnurinn að forvarnastarfinu í landinu er starf foreldra og lögreglunnar í þessum málum. Og foreldrar, þeir eru lykillinn að forvarnarstarfi og þeir verða að fylgjast með börnunum sínum hvað þetta varðar.“ mynd/skjáskot Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart og hvetur foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Meðlimir Facebook-grúppunnar sem fréttastofa 365 skoðaði skipta hundruðum. Þar er að finna fólk á öllum aldri, þó mest megnis ungt fólk eða allt niður í fimmtán ára gamla einstaklinga. Í grúppunni skiptast notendur á upplýsingum um hin ýmsu fíkniefni, hverjir selja hvað og hvað skammtarnir kosta. Flestum færslum fylgja símanúmer. Kannabis er afar áberandi þegar flett er í gegnum færslur meðlima. Oftar en ekki má finna upplýsingar um nýlegar sendingar, ástand efnisins og verð. Einnig er að finna hörð efni á borð við kókaín og spítt. Læknadóp er einnig auglýst til sölu. Þar á meðal er Concerta, örvandi lyf sem skylt er rítalíni og amfetamíni. Hið sama má einnig segja um Rítalín Uno en því er oft sprautað beint í æð. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig nálgast megi efnin Emma og bláa höfrunginn, þetta eru samnefnarar fyrir alsælu. Þá er að finna ítarlegar upplýsingar um verð á neysluskömmtum. Ef kannabis er tekið sem dæmi þá kostar grammið 3.500 krónur. Verð á kókaíni er nokkuð á reiki eða á bilinu tólf til tuttugu þúsund krónur grammið. Sama magn af amfetamíni er falt fyrir 4- til 5.000 krónur. Ofskynjunarlyfið LSD, sem er oftast selt í litlum pappírssneplum, fer á 1.500 til 3.000 krónur stykkið. mynd/skjáskot „Við höfum vitað af því að Facebook er notuð til þess að dreifa vímuefnum í langan tíma en hér er bent á að þetta sé gert með mjög skipulögðum hætti. Og það eru ekki góðar fréttir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn bendir á að aukið aðgengi að kannabis- og vímuefnum muni vafalaust leiða til aukinnar neyslu. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál síðustu áratugi eða allt frá því að farsíminn leit dagsins ljós og internetið í kjölfarið. „Ef þetta er gerast núna á Facebook með skipulögðum hætti og á bak við þetta er skipulögð glæpastarfsemi þá er þetta mjög alvarlegt mál. Grunnurinn að forvarnastarfinu í landinu er starf foreldra og lögreglunnar í þessum málum. Og foreldrar, þeir eru lykillinn að forvarnarstarfi og þeir verða að fylgjast með börnunum sínum hvað þetta varðar.“ mynd/skjáskot
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira