Lausnir jafnaðarmanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. apríl 2020 16:30 Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Og líka hitt: nú reynir á kerfin okkar. Það reynir á heilbrigðiskerfið sem aldrei fyrr og það reynir á velferðarkerfið við að verja almenning fyrir afleiðingum þess að tekjur heimila falla. Um leið verðum við að finna leiðir til að renna fleiri öflugum stoðum undir atvinnulífið og efla þær sem fyrir eru til nýrrar sóknar. Raunhæfar lausnir Það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana því það skiptir máli hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ákvarðanir um hvert samfélagið stefnir eru pólitískar. Jafnaðarmenn verja og styðja þær fjölskyldur sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur, en frjálshyggjumenn hugsa fyrst um hag hátekju- og stóreignafólks, eins og reynslan sýnir. Öll nágrannaríki okkar eru að vinna að lausnum fyrir fyrirtæki líkt og stjórnvöld hér á landi. Unnið er gegn atvinnuleysi með framkvæmdum og störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum lán á góðum kjörum, styrki til þeirra sem var gert að loka vegna COVID-19 og frestun á ýmsum greiðslum. Nú síðast er boðað að koma eigi til mót við fyrirtæki til að borga laun í uppsagnarfresti. Svo er fleira boðað seinna sem enginn veit hvað er þó allir viti að ekki sé nóg að gert. Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri. Icelandair Eðlilega óttast fólk um fyrirtæki sem eru skilgreind sem kerfislega mikilvæg. Icelandair er í þeirri stöðu hér á landi. Eigum við að verja peningum skattborgara til sérstaks stuðnings við Icelandair? Og hvers vegna þá? Ég held að ríkið þurfi að koma að rekstri flugfélagsins með sértækum hætti og ég vil gera það þannig að einhver von sé til þess að fjármunirnir skili sér til baka ef hagur fyrirtækisins batnar. Verðug leið til skoðunar er að Icelandair stofni nýtt dótturfélag um rekstur Icelandair. Ríkið láni félaginu fyrir hlutafjárframlaginu og taki veð í því um leið. Móðurfélagið leigir dótturfélaginu allar þær eignir sem félagið þarf til flugrekstrar á sanngjörnum kjörum. Með þessum hætti getur ríkið lánað til félagsins án þess að það fari inn í móðurfélagið og hverfist um fortíðarvanda þess. Þessi leið getur hjálpað til að vernda þau störf sem von er til að nýtist, þegar markaðir opnast með einhverjum hætti. Næstu misserin fari móðurfélagið í fjárhagslega endurskipulagningu og ef hún heppnast verða félögin sameinuð. Ef hún mistekst leysi ríkið dótturfélagið til sín og selur það í fyllingu tímans. Þessi aðferð er kölluð hive-down og er vel þekkt leið til að vernda rekstur á meðan eigendum er gefið tækifæri til að endurreisa fjárhag móðurfélags. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar og sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við í Samfylkingunni munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Mikilvægt er að í þessu – og örðum þeim vandamálum sem blasa nú við okkur – séu lausnir og leiðir jafnaðarstefnunnar hafðar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Og líka hitt: nú reynir á kerfin okkar. Það reynir á heilbrigðiskerfið sem aldrei fyrr og það reynir á velferðarkerfið við að verja almenning fyrir afleiðingum þess að tekjur heimila falla. Um leið verðum við að finna leiðir til að renna fleiri öflugum stoðum undir atvinnulífið og efla þær sem fyrir eru til nýrrar sóknar. Raunhæfar lausnir Það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana því það skiptir máli hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ákvarðanir um hvert samfélagið stefnir eru pólitískar. Jafnaðarmenn verja og styðja þær fjölskyldur sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur, en frjálshyggjumenn hugsa fyrst um hag hátekju- og stóreignafólks, eins og reynslan sýnir. Öll nágrannaríki okkar eru að vinna að lausnum fyrir fyrirtæki líkt og stjórnvöld hér á landi. Unnið er gegn atvinnuleysi með framkvæmdum og störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum lán á góðum kjörum, styrki til þeirra sem var gert að loka vegna COVID-19 og frestun á ýmsum greiðslum. Nú síðast er boðað að koma eigi til mót við fyrirtæki til að borga laun í uppsagnarfresti. Svo er fleira boðað seinna sem enginn veit hvað er þó allir viti að ekki sé nóg að gert. Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri. Icelandair Eðlilega óttast fólk um fyrirtæki sem eru skilgreind sem kerfislega mikilvæg. Icelandair er í þeirri stöðu hér á landi. Eigum við að verja peningum skattborgara til sérstaks stuðnings við Icelandair? Og hvers vegna þá? Ég held að ríkið þurfi að koma að rekstri flugfélagsins með sértækum hætti og ég vil gera það þannig að einhver von sé til þess að fjármunirnir skili sér til baka ef hagur fyrirtækisins batnar. Verðug leið til skoðunar er að Icelandair stofni nýtt dótturfélag um rekstur Icelandair. Ríkið láni félaginu fyrir hlutafjárframlaginu og taki veð í því um leið. Móðurfélagið leigir dótturfélaginu allar þær eignir sem félagið þarf til flugrekstrar á sanngjörnum kjörum. Með þessum hætti getur ríkið lánað til félagsins án þess að það fari inn í móðurfélagið og hverfist um fortíðarvanda þess. Þessi leið getur hjálpað til að vernda þau störf sem von er til að nýtist, þegar markaðir opnast með einhverjum hætti. Næstu misserin fari móðurfélagið í fjárhagslega endurskipulagningu og ef hún heppnast verða félögin sameinuð. Ef hún mistekst leysi ríkið dótturfélagið til sín og selur það í fyllingu tímans. Þessi aðferð er kölluð hive-down og er vel þekkt leið til að vernda rekstur á meðan eigendum er gefið tækifæri til að endurreisa fjárhag móðurfélags. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar og sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við í Samfylkingunni munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Mikilvægt er að í þessu – og örðum þeim vandamálum sem blasa nú við okkur – séu lausnir og leiðir jafnaðarstefnunnar hafðar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun