Sport

F2005 frumreyndur á undan áætlun

Michael Schumacher, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum, er fullur tilhlökkunar að keppa á nýjum Ferraribíl sem ber heitið F2005. Schumacher hefur aðeins hlotið tvö stig í fyrstu tveimur keppnum tímabilsins en hann endaði í sjöunda sæti í síðustu keppni sem fram fór í Malasíu. Ferrariliðið tók þá ákvörðun að nota nýja bílinn í næstu keppni, tveimur mótum á undan upphaflegri áætlun. "Ég er mjög spenntur fyrir að sjá hvernig okkur gengur á nýja bílnum," sagði Schumacher sem virtist ekki hafa teljandi áhyggjur af slakri byrjun liðsins. "Eitt af því sem ég hef lært í Formúlunni er að hvert tímabil hefur mismunandi svið og enn á mikið eftir að gerast. Hlutirnir geta breyst eins og hendi sé veifað og sértu duglegur að vinna í þínum málum, geturðu þotið upp töfluna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×