Innlent

Víðtæk áhrif á Hornafirði

Ráðgert er að segja upp starfsmönnum hjá Ratsjárstofnun á Stokksnesi við Hornafjörð. Þar starfa nú 12 til 13 manns en ekki liggur fyrir hvort öllum verður sagt upp. Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að meirihluti starfsmanna á Stokksnesi sé tæknimenntað fólk og hæpið að það fái atvinnu við sitt hæfi á Höfn. Því sé mikil hætta á að starfsmennirnir og fjölskyldur þeirra, samtals 46 manns, flytjist brott af svæðinu. "Það er algjörlega óviðunandi ef nota á tækniþróunina til að flytja fólk af landsbyggðinni og á suðvesturhorn landsins. Við munum eiga fundi með framkvæmdastjóra Ratsjárstofnunar og fulltrúum utanríkisráðuneytisins til að fá botn í þetta mál," sagði Albert. Ástæða uppsagnanna er aukin sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðvanna og áform um að leggja af mannaðar sólarhringsvaktir í þremur af fjórum stöðvum stofnunarinnar; á Stokksnesi, Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×