Innlent

Hagsmunamál þjóðarinnar í heild

Að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, eiga landsmenn allir að vera með í ráðum varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Segir hann aðalatriðið ekki vera staðsetningu flugvallarins heldur að samgöngur til og frá höfuðborginni verði jafn greiðar og þær eru í dag. Kristján segir að þegar nýr borgarstjóri Reykvíkinga, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, segi að það sé ekki spurning um hvort, heldur aðeins hvenær, innanlandsflugið flytjist frá Reykjavík til Keflavíkur tali hún aðeins fyrir hönd hluta umbjóðenda sinna. "Reykjavík er höfuðborg landsins í heild og því finnst mér vanta ákveðin sjónarmið hjá henni í þessa umræðu. Stóra málið er tenging höfuðborgarinnar við aðra hluta landsins en ekki að borgina skorti byggingarland. Ríkið á landið og þar með þjóðin öll," segir Kristján.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×