Innlent

IE vísar á bug ásökunum

Iceland Express segir yfirvöld ferðamála sjálf hafa gerst sek um að bregðast ferðaiðnaðinum með því að tefla á tæpasta vað hvað varði lögmæti fjárveitinga og vísar á bug fullyrðingum ferðamálastjóra á vef Ferðamálaráðs. Fyrirtækið segir ekki hægt að tengja kæru Iceland Express til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem dregin hafi verið til baka í maí og sjálfstæða rannsókn ESA á því hvort fjárveitingar til markaðsmála íslensku ferðaþjónustunnar geti flokkast undir ólögmætan ríkisstyrk. Fjárveiting til markaðsmála ferðaþjónustunnar var lækkuð um 170 milljónir króna á fjárlögum næsta árs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×