Innlent

Aukin notkun þunglyndislyfja

Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna þunglyndislyfja voru 8% hærri frá janúar til nóvember í ár en á sama tímabili í fyrra. 97% kostnaðaraukans er tilkominn vegna tveggja lyfjaflokka þunglyndislyfja. Annars vegar er um að ræða sérhæfða serótónín endurupptökuhemla, en kostnaður vegna þeirra hefur aukist um 61%. Hins vegar er um að ræða serótónín noradrenalín endurupptökuhemla, sem Tryggingastofnun greiðir nú 36% meira fyrir. Útgjaldaaukning TR stafar aðallega af aukinni notkun lyfja í þessum tveimur flokkum, en nær engar verðhækkanir hafa orðið á þunglyndislyfjum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×