Sport

Keppnisbann fyrir gróft brot

Todd Bertuzzi, leikmaður Vancouver Canucks í NHL, fær ekki að leika í Evrópu vegna keppnisbanns í Bandaríkjunum. Bertuzzi braut gróflega á Steve Moore í leik gegn Colorado Avalanche með því að slá hann aftan frá með kylfunni sinni með þeim afleiðingum að kappinn endaði á sjúkrahúsi. Bertuzzi var dæmdur í bann af Alþjóða Ískhokkísambandinu og verður af 500 þúsund dollurum í tekjum. "Ofbeldið í aðgerðum Bertuzzi er gróft brot á reglum okkar og kemur óorði á íþróttina," sagði í dómi sambandsins. Fjölmörg evrópsk lið sýndu áhuga á að fá Bertuzzi til liðs við sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×