Innlent

Verðið haldi áfram að hækka

Íslandsbanki spáir því að fasteignaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum, en það er í sögulegu hámarki nú. Bankinn telur ekki að þarna hafi verðbóla myndast sem muni springa með látum, vegna þess að ef verðið sé skoðað sem hlutfall af launum sé það ekki mikið hærra en það var á árunum 1993-95. Bankinn telur þó að á síðari hluta næsta árs megi ætla að úr hækkuninni dragi með auknu framboði nýbygginga, en þær eru margar í smíðum um þessar mundir vegna þess hve mikill munur er á byggingakostnaði og því verði sem hægt er að fá fyrir eignina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×