Sport

Í frjálsu falli niður listann

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 93. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og fellur um þrjú sæti frá síðasta mánuði. Íslenska landsliðið er í frjálsu falli því það hefur dottið niður um 35 sæti á styrkleikalistanum á einu ári, sem er það mesta af þeim 205 liðum sem eru á listanum. Skotar falla næstmest eða um 32 sæti. Brasilíumenn eru sem fyrr efstir á heimslistanum. Frakkar eru í 2. sæti, Argentínumenn í 3. sæti, Tékkar fóru upp í 4. sæti og höfðu sætaskipti við Spánverja sem eru í 5. sæti. Íslenska kvennalandsliðið er í 18. sæti á nýjum styrkleikalista kvenna sem einnig var gefinn út í morgun og hefur liðið fallið um eitt sæti á árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×