Sport

Til Celtic

KR ingarnir Kjartan Henrý Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason gerðu munnlegt samkomulag við skoska úrvalsdeildarliðið Celtic í gær en gengið verður formlega frá undirskrift samningsins í dag. Samningur beggja er til 2007. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns leikmannanna, náðu KR og Celtic samkomulagi um kaupverð um helgina. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar fær KR um 10 milljónir króna fyrir hvorn leikmann. Sú upphæð getur þrefaldast vinni Kjartan Henry og Theodór Elmar sér fæst sæti í liði Celtic. Kjartan Henry er 18 ára og skoraði 2 mörk fyrir KR í 14 leikjum í Landsbankadeildinni í sumar. Theodór Elmar 17 ára og lék 10 leiki fyrir KR. Celtic er núverandi skoskur meistari og hefur hampað titlinum 39 sinnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×