Innlent

Slasaðist í umferðarslysi

Kona slasaðist þegar stórum amerískum pallbíl var bakkað af fullum krafti framan á bíl sem hún var farþegi í á Akureyri í gærkvöldi. Þetta gerðist við gatnamót og ákvað ökumaður pallbílsins skyndilega að snúa við. Hann setti því í afturábak og þar sem hann sá ekki bílinn fyrir aftan sig treysti hann á skynjara sem á að gefa til kynna ef bíllinn er að nálgast einhverja fyrirstöðu, en skynjarinn reyndist ekki vera í sambandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×