Innlent

Boðið verði tekið til baka

Bandarísk stjórnvöld hvetja íslensk stjórnvöld til að taka til baka boð sitt um að Bobby Fischer geti fengið landvistarleyfi hér á landi þar sem hann hafi verið ákærður í Bandríkjunum og sé eftirlýstur. Morgunblaðið hefur þetta eftir aðstoðarmanni utanríkisráðherra og kom bandaríski sendiherrann þessari hvatningu á framfæri við utanríkisráðherra á föstudag. Bandaríkjamenn og Íslendingar hafa með sér samning um framsal sakamanna en Davíð Oddsson utanríkisráðherra telur að brot Fischers sé fyrnt. Að sögn Benedikts Höskuldssonar, sendifulltrúa Íslands i Tókýó, í samtali við fréttastofuna í morgun, hafði bandaríska sendiráðið þar í borg samband við íslenska sendiráðið í morgun og spurðist fyrir um stöðu málsins. Benedikt sagðist hafa gert Bandaríkjamönnum grein fyrir því að íslenska sendiráðið hafi komið boði um landvistarleyfi til handa Fischer á framfæri við japanska utanríkisráðuneytið og þannig stæði málið núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×