Lífið

Angelina Jolie kallar eftir aðgerðum heimsbyggðarinnar

Angelina Jolie tekur til máls á fréttamannafundinum í gær
Angelina Jolie tekur til máls á fréttamannafundinum í gær MYND/Getty Images
Leikkonan kynþokkafulla, Angelina Jolie, sem ættleitt hefur þrjú börn frá þremur mismunandi löndum, lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að hjálparstarfi handa munaðarlausum börnum. Á fréttamannafundi í Washington gær kynnti Angelina stofnun nýrrar hjálparstofnunar, Global Action for Children, sem safna mun fjármunum handa munaðarlausum börnum í þróunarlöndunum.

 

 

,,Ég er hérna einfaldlega til að biðja ykkur um að hugsa ekki um munaðarlaus börn sem byrgði heldur sem frábært tækifæri," sagði Jolie á fréttamannafundinum. ,,Menntun þeirra er fjárfesting í framtíðinni okkar. Þau þurfa að leggja mjög hart að sér til að lifa af, en þegar þeim er gefið tækifæri, þá verða þau mjög sterk., sterkari en flest börn," sagði leikkonan sem svo sannarlega ber hag barna þróunarlandanna fyrir brjósti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.