Leiklistin og landnámið 27. apríl 2007 10:36 Kjartan Ragnarsson verður í Sjálfstæðu fólki á sunnudagskvöld. Hann hefur unnið hvert stórvirkið á fætur öðru í leikhúsum hérlendis og erlendis Og fært okkur perlur heimsbókmenntanna. Viðmælandi Jóns Ársæls Þórðarsonar á sunnudaginn kemur er Kjartan Ragnarsson. Segja má að Kjartan standi með annan fótinn á landnámsöld og hinn í nútímanum. Samhliða leikhússtörfum hefur hann á undanförnum árum stjórnað Landnámssetrinu í Borgarnesi, ásamt konu sinni Sigríði Margréti Guðmundsdóttur með eftirtektarverðum árangri. Jón Ársæll heimsótti þau hjónin í Borgarnesi og ræddi við Kjartan um starf hans þar og leiklistina. Kjartan Ragnarsson er fæddur 18. september 1945 í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1966 og var síðan í framhaldsnámi í leiklist í Póllandi 1969 til 1970. Kjartan var leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá 1966 og hefur verið fastráðinn frá 1974. Hann hefur einnig leikstýrt mikið hjá Þjóðleikhúsinu og Nemendaleikhúsinu. Kjartan hefur skrifað fjölda leikrita og hefur leikstýrt flestum verkum sínum sjálfur. Meðal leikrita eftir Kjartan má nefna Saumastofuna, Blessað barnalán, Týndu teskeiðina og Nönnu systur sem hann samdi í samvinnu við Einar Kárason. Kjartan samdi einnig leikritin Peysufatadaginn og Dampskipið Ísland fyrir Nemendaleikhúsið. Kjartan hefur gert fjölmargar leikgerðir eftir bókum, s.s. Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson, Ljós heimsins og Höll Sumarlandsins eftir Halldór Laxness, Djöflaeyjuna eftir Einar Kárason og Evu Lunu eftir chileönsku skáldkonuna Isabel Allende. Í samvinnu við Sigríði Margréti Guðmundsdóttir gerði Kjartan einnig leikgerðirnar að Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur og Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness en sú leikgerð var sýnd í tveimur hlutum undir heitunum Bjartur og Ásta Sóllilja. Kjartan hefur unnið mikið á Norðurlöndunum og leikstýrði m.a. Kirsuberjagarðinum, Stræti, Mávinum og Þremur systrum hjá nemendaleikhúsi Leiklistarskólans í Malmö, Platonov hjá Borgaleikhúsinu í Malmö og Grandavegi 7 við Borgarleikhúsið í Gautaborg. Ennfremur leikstýrði hann leikritinu Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur í Gdansk í Póllandi. Kjartan Ragnarsson í Sjálfstæðu fólki á sunnudag kl. 20.05. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Hann hefur unnið hvert stórvirkið á fætur öðru í leikhúsum hérlendis og erlendis Og fært okkur perlur heimsbókmenntanna. Viðmælandi Jóns Ársæls Þórðarsonar á sunnudaginn kemur er Kjartan Ragnarsson. Segja má að Kjartan standi með annan fótinn á landnámsöld og hinn í nútímanum. Samhliða leikhússtörfum hefur hann á undanförnum árum stjórnað Landnámssetrinu í Borgarnesi, ásamt konu sinni Sigríði Margréti Guðmundsdóttur með eftirtektarverðum árangri. Jón Ársæll heimsótti þau hjónin í Borgarnesi og ræddi við Kjartan um starf hans þar og leiklistina. Kjartan Ragnarsson er fæddur 18. september 1945 í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1966 og var síðan í framhaldsnámi í leiklist í Póllandi 1969 til 1970. Kjartan var leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá 1966 og hefur verið fastráðinn frá 1974. Hann hefur einnig leikstýrt mikið hjá Þjóðleikhúsinu og Nemendaleikhúsinu. Kjartan hefur skrifað fjölda leikrita og hefur leikstýrt flestum verkum sínum sjálfur. Meðal leikrita eftir Kjartan má nefna Saumastofuna, Blessað barnalán, Týndu teskeiðina og Nönnu systur sem hann samdi í samvinnu við Einar Kárason. Kjartan samdi einnig leikritin Peysufatadaginn og Dampskipið Ísland fyrir Nemendaleikhúsið. Kjartan hefur gert fjölmargar leikgerðir eftir bókum, s.s. Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson, Ljós heimsins og Höll Sumarlandsins eftir Halldór Laxness, Djöflaeyjuna eftir Einar Kárason og Evu Lunu eftir chileönsku skáldkonuna Isabel Allende. Í samvinnu við Sigríði Margréti Guðmundsdóttir gerði Kjartan einnig leikgerðirnar að Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur og Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness en sú leikgerð var sýnd í tveimur hlutum undir heitunum Bjartur og Ásta Sóllilja. Kjartan hefur unnið mikið á Norðurlöndunum og leikstýrði m.a. Kirsuberjagarðinum, Stræti, Mávinum og Þremur systrum hjá nemendaleikhúsi Leiklistarskólans í Malmö, Platonov hjá Borgaleikhúsinu í Malmö og Grandavegi 7 við Borgarleikhúsið í Gautaborg. Ennfremur leikstýrði hann leikritinu Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur í Gdansk í Póllandi. Kjartan Ragnarsson í Sjálfstæðu fólki á sunnudag kl. 20.05.
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira