Hjálp er alltaf til staðar Gunnhildur Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 00:00 Hvernig bregst þú við þegar þú heyrir orðið „innflytjandi“? Hvort er það jákvætt eða neikvætt? Er það jafnvel hlutlaust? Reyndu nú að setja þig í spor innflytjandans. Þú ert sá sem er algjörlega ókunnugur í þessu landi og þekkir jafnvel engan. Kannski er enginn sem þú getur leitað til þegar þú vilt segja frá þinni reynslu eða þegar þú þarft að leita þér hjálpar. Hvað er þá til ráða? Sumar erlendar konur sem koma hingað sem flóttamenn eða eru einfaldlega í leit að betra lífi hafa orðið fyrir ofbeldi eða annarri erfiðri reynslu og eiga erfitt með að finna viðeigandi hjálp í þessu ókunnuga landi. Það er ekki auðvelt að segja fólki hvað hefur komið fyrir mann og enn erfiðara þegar maður upplifir skömm eða á við tungumálaerfiðleika að stríða. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) höfum tekið það að okkur að reyna að fræða konur hvaða úrræði eru í boði til þess að leita sér aðstoðar. Eitt af helstu málefnum okkar er barátta gegn kynbundnu ofbeldi. Hlutverk okkar er að taka málstað kvenna sem hafa orðið brotaþolar ofbeldis, fræða þær um rétt þeirra og efna til samvinnu við önnur samtök sem vinna gegn ofbeldi. Einnig leitumst við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir af þjóðfélaginu, meðal annars í gegnum sameiginlegar ályktanir félagasamtaka sem vinna að þessu málefni. Í samstarfi við Stígamót höfum við nýlega haldið fræðslufund og reynt að sýna að erlendar konur séu velkomnar og geta alltaf leitað aðstoðar Stígamóta. Samtökin bjóða upp á ókeypis jafningjaráðgjöf þar sem fullum trúnaði er heitið fyrir konur af erlendum uppruna á þriðjudagskvöldum milli 20-22 á skrifstofunni okkar við Túngötu 14, 101 Reykjavík. Ráðgjafar okkar eru erlendar sem og íslenskar konur sem hlotið hafa fjölbreytta þjálfun og vinnu. Auglýst er í hvert skipti hvaða tungumál eru töluð að hverju sinni. Ég sjálf hef lent í aðstæðum þar sem ég upplifði mig algjörlega hjálparlausa og berskjaldaða vegna vanþekkingar og vankunnáttu minnar, ég vissi ekki hvað ég skyldi til bragðs taka. Ég á góða að sem studdu mig algjörlega, en því miður hafa ekki allar konur af erlendum uppruna jafn mikinn stuðning frá vinum og fjölskyldu og hafa jafnvel ekkert tengslanet. Ég hvet allar þær konur sem upplifa sig einar að koma til okkar eða senda okkur tölvupóst á info@womeniniceland.is. Konur geta treyst okkur fyrir vanmætti sínum, þó svo að það sé það erfiðasta sem þær hafa gert. Þess má einnig geta að ef lesendur vita af eða þekkja til konu sem á erfitt eða er að ganga í gegnum erfiða reynslu, vinsamlegast bendið henni á Samtökin. Þátttaka mín í Samtökunum mun eflaust hjálpa mér að vinna úr mínum upplifunum en ég vil líka hjálpa öðrum konum sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu svo að þeim geti líka liðið vel hér. Það er gott fyrir þær að vita að einhver hefur gengið í gegnum svipaðar aðstæður. Tryggjum að allar konur af erlendum uppruna fái þann stuðning sem þær eiga skilið!Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig bregst þú við þegar þú heyrir orðið „innflytjandi“? Hvort er það jákvætt eða neikvætt? Er það jafnvel hlutlaust? Reyndu nú að setja þig í spor innflytjandans. Þú ert sá sem er algjörlega ókunnugur í þessu landi og þekkir jafnvel engan. Kannski er enginn sem þú getur leitað til þegar þú vilt segja frá þinni reynslu eða þegar þú þarft að leita þér hjálpar. Hvað er þá til ráða? Sumar erlendar konur sem koma hingað sem flóttamenn eða eru einfaldlega í leit að betra lífi hafa orðið fyrir ofbeldi eða annarri erfiðri reynslu og eiga erfitt með að finna viðeigandi hjálp í þessu ókunnuga landi. Það er ekki auðvelt að segja fólki hvað hefur komið fyrir mann og enn erfiðara þegar maður upplifir skömm eða á við tungumálaerfiðleika að stríða. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) höfum tekið það að okkur að reyna að fræða konur hvaða úrræði eru í boði til þess að leita sér aðstoðar. Eitt af helstu málefnum okkar er barátta gegn kynbundnu ofbeldi. Hlutverk okkar er að taka málstað kvenna sem hafa orðið brotaþolar ofbeldis, fræða þær um rétt þeirra og efna til samvinnu við önnur samtök sem vinna gegn ofbeldi. Einnig leitumst við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir af þjóðfélaginu, meðal annars í gegnum sameiginlegar ályktanir félagasamtaka sem vinna að þessu málefni. Í samstarfi við Stígamót höfum við nýlega haldið fræðslufund og reynt að sýna að erlendar konur séu velkomnar og geta alltaf leitað aðstoðar Stígamóta. Samtökin bjóða upp á ókeypis jafningjaráðgjöf þar sem fullum trúnaði er heitið fyrir konur af erlendum uppruna á þriðjudagskvöldum milli 20-22 á skrifstofunni okkar við Túngötu 14, 101 Reykjavík. Ráðgjafar okkar eru erlendar sem og íslenskar konur sem hlotið hafa fjölbreytta þjálfun og vinnu. Auglýst er í hvert skipti hvaða tungumál eru töluð að hverju sinni. Ég sjálf hef lent í aðstæðum þar sem ég upplifði mig algjörlega hjálparlausa og berskjaldaða vegna vanþekkingar og vankunnáttu minnar, ég vissi ekki hvað ég skyldi til bragðs taka. Ég á góða að sem studdu mig algjörlega, en því miður hafa ekki allar konur af erlendum uppruna jafn mikinn stuðning frá vinum og fjölskyldu og hafa jafnvel ekkert tengslanet. Ég hvet allar þær konur sem upplifa sig einar að koma til okkar eða senda okkur tölvupóst á info@womeniniceland.is. Konur geta treyst okkur fyrir vanmætti sínum, þó svo að það sé það erfiðasta sem þær hafa gert. Þess má einnig geta að ef lesendur vita af eða þekkja til konu sem á erfitt eða er að ganga í gegnum erfiða reynslu, vinsamlegast bendið henni á Samtökin. Þátttaka mín í Samtökunum mun eflaust hjálpa mér að vinna úr mínum upplifunum en ég vil líka hjálpa öðrum konum sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu svo að þeim geti líka liðið vel hér. Það er gott fyrir þær að vita að einhver hefur gengið í gegnum svipaðar aðstæður. Tryggjum að allar konur af erlendum uppruna fái þann stuðning sem þær eiga skilið!Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun