Sport

Charlton vill Heiðar

Lið Hermanns Hreiðarssonar, Charlton Athletic, hefur mikinn áhuga á að fá Heiðar Helguson í sínar raðir samkvæmt Sunday Mirror í dag. Alan Curbishley, stjóri Charlton, hefur fylgst með Heiðari upp á síðkastið og samkvæmt blaðinu gæti Charlton komið með tveggja milljóna punda tilboð í hann á næstunni. Heiðar er búinn að skora 16 mörk í vetur og skoraði tvö mörk fyrir Watford í 3-1 sigri á Crewe í 1. deildinni í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×