Innlent

Dregið úr yfirtíð hjá Akureyrarbæ

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt nýjar vinnureglur um yfirvinnu starfsmanna bæjarins en samkvæmt þeim heyrir föst yfirvinna sögunni til og aðeins verður greitt fyrir unna yfirvinnu. Samkvæmt nýju vinnureglunum má yfirvinna ekki fara yfir 600 klukkustundir á yfirstandandi ári og ekki yfir 500 klukkustundir á næsta ári. Þeir starfsmenn sem haft hafa mesta yfirvinnu fá aðlögunartíma til ársins 2007. Tilgangurinn með breyttum reglum er meðal annars að draga úr yfirvinnu almennt og jafna laun kynjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×