Innlent

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæði eru víða opin í dag. Bretta- og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið til klukkan fimm. Þar er troðinn, þurr snjór, eins stigs frost og logn. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir greinilegt að landsmenn kunni að meta að snjóað hafi undanfarnar vikur því að snjóbretta- og skíðaáhugi sé mikill. Í sama streng tekur Viggó Jónsson, staðarhaldari skíðasvæðis Sauðkrækinga í Tindastóli. Þar er opið frá klukkan tólf til fimm. Þar er við frostmark, suðaustan sjö og gott skíðafæri. Skíðasvæðið í Stafdal á Seyðisfirði verður opið frá klukkan tólf til fjögur í dag. Þar eru smáél, 2-3 stiga frost, fínt færi og „flottir fírar“, samkvæmt fréttatilkynningunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort fært sé að hafa opið í Bláfjöllum í dag en skýrist fljótlega. Upplýsingar um það munu birtast á www.blafjoll.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×