Upplýsingar sem fólk birtir í fjölmennum hópum á Facebook geta ekki talist einkamál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2015 09:15 Gunnar Ingi Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, segir birtingu upplýsinga í fjölmennum Facebook-hópum opinbera í skilningi laganna. vísir Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir að birting í Facebook-hópum sem telja þúsundir manna sé opinber birting í skilningi laganna og því geti það ekki talist refsivert af hálfu fjölmiðla að birta fréttir sem unnar eru upp úr slíkum færslum. Reglulega sprettur upp umræða í fjölmennum hópum á Facebook, á borð við íbúahópa og Beauty Tips, um hvort fjölmiðlar megi vinna fréttir upp úr færslum þar inni. Nú síðast var fréttaflutningur DV gagnrýndur í nýstofnaða Facebook-hópnum Góða systir. Vefurinn birti frétt sem unnin var upp úr færslu söngkonunnar Þórunnar Antoníu í hópnum þar sem hún greindi frá því að hún hefði glímt við fæðingarþunglyndi.Þórunn Antonía sagði frá hópnum í Íslandi í dag í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan.Opinber birting að sýna 10 manns eða fleirum tilteknar upplýsingar Tæplega 50 þúsund konur eru í hópnum sem Þórunn Antonía stofnaði síðastliðinn föstudag en honum er ætlað að hvetja til vitundarvakningar um það hvernig konur tali um aðrar konur. „Yfirleitt hefur það verið lagt til grundvallar að efni telst hafa birst opinberlega þegar það hefur verið gert aðgengilegt einhverjum svona álitlegum fjölda fólks. Í höfundarlögum er til dæmis talað um að það sé opinber birting þegar verk hefur verið sýnt 10 manns eða fleiri,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Söngkonan Þórunn Antonía stofnaði Facebook-hópinn Góða systir síðastliðinn föstudag.vísir/valliÞví sé það svo að ef menn séu að deila einhverjum upplýsingum með mörg þúsund manns, eins og raunin er í mörgum Facebook-hópum. Þá getur sá sem skýrir frá slíku, eins og til dæmis fjölmiðill, aldrei verið að ljóstra upp um einkamál þar sem viðkomandi hefur þegar gert það sjálfur. „Í almennum hegningarlögum er refsivert að ljóstra upp um eitthvað sem leynt á að fara. Ef einhver hefur hins vegar gert upplýsingarnar aðgengilegar sjálfur fyrir einhverjum álitlegum fjölda fólks, hvort sem það er á lokaðri Facebook-síðu eða ekki, þá er einfaldlega ekki um einkamál að ræða. Menn eru búnir að gera ákveðnar upplýsingar opinberar og dómstólar hafa kveðið upp úr með það að ekki sé verið að brjóta gegn þessu ákvæði hegningarlaga með því að endurbirta slíkar upplýsingar.“Ekki hægt að stýra því hverjir fjalla um það sem fólk greinir sjálft frá opinberlegaÞannig að fjölmiðlar eru ekki að brjóta lög með því að taka pósta úr Facebook-hópum og vinna frétt upp úr þeim? „Nei. Það er líka bara með vísan til tjáningafrelsins og hlutverks þeirra til að miðla upplýsingum,“ segir Gunnar.Tæplega 50 þúsund konur eru í Facebook-hópnum Góða systir.vísirHann bendir þó á að þó að frægur einstaklingur tjái sig stundum um sín einkamál á netinu þá sé ekki þar með sagt að hver sem er megi fjalla um öll hans einkamál upp frá því. „Hins vegar er eðlilegt að fólk fjalli þá um það sem þessi einstaklingur er þegar búinn að tjá sig um en ekki einhver önnur einkamál sem hann vill halda utan við umræðuna. Það er munur á þessu. En þarna er erfitt að gera kröfu um það að menn beri á torg einhver einkamálefni til umræðu en ætli svo að stýra því hverjir segi hvað um það. Það er eiginlega ekki hægt að gera þá kröfu bara út frá tjáningafrelsinu.“ Aðspurður hvað fólk eigi þá að gera ef það vill ekki að einkamál sín rati á síður fjölmiðla með þessum hætti segir hann: „Fólk verður bara að finna því einhvern annan farveg en að birta það opinberlega á netinu. Það er til dæmis hægt að velta því fyrir sér hvort að AA-fundir geti farið fram á netinu og menn átt heimtingu á því að ekki sé skýrt frá því efni sem þar er birt því það eigi að fara leynt, ef engar takmarkanir eru á því hverjir geti haft aðgang að þeim upplýsingum, sérstaklega ef þar fer fram umræða sem er hluti af samfélagsumræðunni. Menn nota því aðrar aðferðir til að ræða sín mál en netið.“ Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir að birting í Facebook-hópum sem telja þúsundir manna sé opinber birting í skilningi laganna og því geti það ekki talist refsivert af hálfu fjölmiðla að birta fréttir sem unnar eru upp úr slíkum færslum. Reglulega sprettur upp umræða í fjölmennum hópum á Facebook, á borð við íbúahópa og Beauty Tips, um hvort fjölmiðlar megi vinna fréttir upp úr færslum þar inni. Nú síðast var fréttaflutningur DV gagnrýndur í nýstofnaða Facebook-hópnum Góða systir. Vefurinn birti frétt sem unnin var upp úr færslu söngkonunnar Þórunnar Antoníu í hópnum þar sem hún greindi frá því að hún hefði glímt við fæðingarþunglyndi.Þórunn Antonía sagði frá hópnum í Íslandi í dag í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan.Opinber birting að sýna 10 manns eða fleirum tilteknar upplýsingar Tæplega 50 þúsund konur eru í hópnum sem Þórunn Antonía stofnaði síðastliðinn föstudag en honum er ætlað að hvetja til vitundarvakningar um það hvernig konur tali um aðrar konur. „Yfirleitt hefur það verið lagt til grundvallar að efni telst hafa birst opinberlega þegar það hefur verið gert aðgengilegt einhverjum svona álitlegum fjölda fólks. Í höfundarlögum er til dæmis talað um að það sé opinber birting þegar verk hefur verið sýnt 10 manns eða fleiri,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Söngkonan Þórunn Antonía stofnaði Facebook-hópinn Góða systir síðastliðinn föstudag.vísir/valliÞví sé það svo að ef menn séu að deila einhverjum upplýsingum með mörg þúsund manns, eins og raunin er í mörgum Facebook-hópum. Þá getur sá sem skýrir frá slíku, eins og til dæmis fjölmiðill, aldrei verið að ljóstra upp um einkamál þar sem viðkomandi hefur þegar gert það sjálfur. „Í almennum hegningarlögum er refsivert að ljóstra upp um eitthvað sem leynt á að fara. Ef einhver hefur hins vegar gert upplýsingarnar aðgengilegar sjálfur fyrir einhverjum álitlegum fjölda fólks, hvort sem það er á lokaðri Facebook-síðu eða ekki, þá er einfaldlega ekki um einkamál að ræða. Menn eru búnir að gera ákveðnar upplýsingar opinberar og dómstólar hafa kveðið upp úr með það að ekki sé verið að brjóta gegn þessu ákvæði hegningarlaga með því að endurbirta slíkar upplýsingar.“Ekki hægt að stýra því hverjir fjalla um það sem fólk greinir sjálft frá opinberlegaÞannig að fjölmiðlar eru ekki að brjóta lög með því að taka pósta úr Facebook-hópum og vinna frétt upp úr þeim? „Nei. Það er líka bara með vísan til tjáningafrelsins og hlutverks þeirra til að miðla upplýsingum,“ segir Gunnar.Tæplega 50 þúsund konur eru í Facebook-hópnum Góða systir.vísirHann bendir þó á að þó að frægur einstaklingur tjái sig stundum um sín einkamál á netinu þá sé ekki þar með sagt að hver sem er megi fjalla um öll hans einkamál upp frá því. „Hins vegar er eðlilegt að fólk fjalli þá um það sem þessi einstaklingur er þegar búinn að tjá sig um en ekki einhver önnur einkamál sem hann vill halda utan við umræðuna. Það er munur á þessu. En þarna er erfitt að gera kröfu um það að menn beri á torg einhver einkamálefni til umræðu en ætli svo að stýra því hverjir segi hvað um það. Það er eiginlega ekki hægt að gera þá kröfu bara út frá tjáningafrelsinu.“ Aðspurður hvað fólk eigi þá að gera ef það vill ekki að einkamál sín rati á síður fjölmiðla með þessum hætti segir hann: „Fólk verður bara að finna því einhvern annan farveg en að birta það opinberlega á netinu. Það er til dæmis hægt að velta því fyrir sér hvort að AA-fundir geti farið fram á netinu og menn átt heimtingu á því að ekki sé skýrt frá því efni sem þar er birt því það eigi að fara leynt, ef engar takmarkanir eru á því hverjir geti haft aðgang að þeim upplýsingum, sérstaklega ef þar fer fram umræða sem er hluti af samfélagsumræðunni. Menn nota því aðrar aðferðir til að ræða sín mál en netið.“
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira