Lífið

Bíla- og flugumferð gengur vel

Búist er við að umferð frá höfuðborgarsvæðinu fari að þyngjast upp úr hádeginu en margir lögðu land undir fót síðdegis í gær. Þá lá straumurinn meðal annars norður til Akureyrar og enn fjölgaði á Ungmennafélagsmótinu í Vík. Miðað við veðurspár má búast við að ýmsir haldi enn austar. Þá gengur innanlandsflug vel til allra áfangastaða og ætla flugfélögin að fljúga fjölmargar ferðir til Vestmannaeyja í dag. Ekki er vitað um slys eða teljandi óhöpp í umferðinni í gærkvöldi eða í morgun þrátt fyrir talsverða umferð. Lögreglan verður með mjög hert eftirlit með ökumönnum um allt land um helgina og mega þeir búast við að verða stöðvaðir, þótt ekkert augljóst tilefni sé til þess.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.