Lífið

Barnsmóðirin til bjargar Jackson?

Vonir saksóknara í Kaliforníu um að sýna fram á að Michael Jackson væri barnaníðingur veiktust heldur þegar barnsmóðir söngvarans var kölluð í vitnastúkuna. Debbie Rowe, sem er eitt af lykilvitnum saksóknara, lýsti Jackson sem góðum föður sem elskar börn. Lagaspekingar vestan hafs telja að Debbie Rowe, fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Michaels Jacksons, sé ef til vill það besta sem komið gat fyrir vörnina í málinu gegn honum þótt hún sé eitt lykilvitni saksóknara í málinu. Rowe starfaði sem hjúkrunarfræðingur fyrir lækni Jacksons þegar hún giftist honum árið 1996 en þau eignuðust tvö börn saman sem eru 9 og 7 ára í dag. Rowe lýsti honum fyrir dómi sem einstökum föður sem væri yndislegur við börn og hún sagði hann vera fórnarlamb tækifærisinnaðra manna úr innsta hring hans, sem vildu græða milljónir á vandræðum hans. Rowe lýsti Jackson sem hinu raunverulega fórnarlambi í málinu. Þetta var annar dagurinn í röð sem hún ber vitni í málinu. Saksóknarar höfðu gert sér vonir um að framburður Rowe myndi styrkja málið gegn Jackson og sýna fram á að hann væri barnaníðingur en þær vonir þykja hafa veikst nokkuð. Andrew Coen lögfræðingur segist aldrei hafa séð saksóknara í jafnmiklum erfiðleikum með vitni sín og aldrei orðið vitni að eins mörgum óvæntum atvikum í málaferlum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.