Lífið

Þriðja myndin um Bridget Jones?

Þriðja myndin um Bridget Jones er hugsanlega á leiðinni.
Þriðja myndin um Bridget Jones er hugsanlega á leiðinni.

Breski leikarinn Colin Firth hefur gefið í skyn að þriðja myndin um Bridget Jones sé væntanleg. Hinn fimmtugi Firth hefur leikið Mark Darcy, ástmann Jones, í fyrstu tveimur myndunum.

„Ég held að það sé möguleiki á því. Handritshöfundarnir hafa verið duglegir að undanförnu. Það er eitt að gera framhaldsmynd en að gera mynd númer þrjú, þar sem þau hafa elst dálítið, gæti verið enn áhugaverðara."

Tvær bækur hafa komið út um Jones en höfundurinn Helen Fielding hélt áfram að skrifa um hana í blaðinu The Independent árið 2005. Þá var samband Jones og Darcy komið á hálan ís eftir að hún hafði orðið ófrísk eftir fyrrverandi stjóra sinn Daniel Cleaver, sem Hugh Grant lék í myndunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.