Lífið

Stone líkir Streep við óumbúið rúm

Sharon Stone sagði Meryl Streep líta út eins og óumbúið rúm, hún sé eins og húsmóðir sem konur samsvari sig við.
Sharon Stone sagði Meryl Streep líta út eins og óumbúið rúm, hún sé eins og húsmóðir sem konur samsvari sig við.

Leikkonan Sharon Stone ræddi meðal annars um Meryl Streep í nýlegu viðtali við breska tímaritið Tatler. Þar sagði Stone að Streep höfðaði til kvenna vegna þess að hún líti út eins og húsmóðir.

„Ég held að Meryl Streep fái þessi hlutverk vegna þess að hún lítur út eins og kona sem við samsvörum okkur við. Ég horfi á hana og hugsa: Ég elti börnin um húsið, ég sé um aldraða foreldra mína, ég þurrka upp matarslettur – svona lítur raunveruleg kona út. Meryl er eins og óumbúið rúm, og þannig lít ég út. Fyrir mér er það raunverulegt,“ sagði Stone sem þvertekur fyrir að hafa nýtt sér lýtalækningar til að halda unglegu útliti heldur borði hollt og hreyfi sig reglulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.