Lífið

Boyle opnar netverslun

Breska söngkonan hefur opnað verslun á netinu þar sem alls kyns varningur er í boði.
Breska söngkonan hefur opnað verslun á netinu þar sem alls kyns varningur er í boði.

Breska söngkonan Susan Boyle, sem sló í gegn í sjónvarpsþættinum Britain"s Got Talent, hefur opnað verslun á netinu. Í versluninni er fjölbreytt úrval af fatnaði og öðrum varningi tengdum Boyle. Meðal annars er hægt að kaupa þar stuttermaboli og tebolla með mynd af söngkonunni.

Boyle hefur verið óstöðvandi eftir að hún söng lagið I Dreamed a Dream í Britain"s Got Talent. Samnefnd plata hennar var ein sú mest selda í heiminum á síðasta ári og seldist meðal annars í 3,1 milljón eintaka í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.