Unnur flytur til Sjanghæ 9. janúar 2010 07:00 Unnur Birna söðlar um í mars og sér um viðburðarstjórnun og almannatengsl fyrir íslenska skálann á heimsýningunni í Sjanghæ sem hefst í maí á þessu ári. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning okkar Íslendinga, flytur til Sjanghæ í byrjun mars á þessu ári. Þar mun hún dveljast í hálft ár og sjá um viðburðarstjórnun og almannatengsl fyrir íslenska skálann á heimssýningunni sem hefst í maí og lýkur í október. „Ég er ráðinn inní þetta sérverkefni utanríkisráðuneytisins af Saga Film sem hefur yfirumsjón með íslenska skálanum,“ segir Unnur sem tekur sér því námsleyfi frá mastersnáminu í lögfræði. „Ég kláraði haustönnina og tek mér síðan frí en stefni hiklaust á skólann aftur þegar ég kem heim aftur.“ Unnur er með b.a-próf í lögfræði og hefur aflað sér dýrmætrar reynslu á sviði utanríkisþjónustu því hún vann meðal annars á lögfræðisviði varnamálastofnunnar samfara náminu í HR. Að sögn Unnar mun sú reynsla nýtast henni vel því hið opinbera í Kína hefur orð á sér fyrir að vera mjög flókið og menn sem eru algjörlega blautir á bakvið eyrun gætu lent í margvíslegum erfiðleikum í samskiptum sínum við skriffinskuveldið. Ekki skemmir heldur fyrir að Unnur dvaldist töluvert í Kína eftir að hún var krýnd fegursta kona heims árið 2005 þegar keppin var haldin þar. „Landið er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast hér en ég bý að reynslunni frá þessum tíma þar sem ég kynntist meðal annars kínverskum fjölmiðlum og hvernig þeir hugsa. Svo hef ég líka ágætis reynslu af því að vera í fjölmiðlum þannig að ég hef fengið smjörþefinn af því hvað selur,“ segir Unnur. Starfið sjálft er líka fremur ólíkt því sem Unnur hefur hingað til fengist við á opinberum vettvangi. Og hún viðurkennir að það sé bæði smá spenna og kvíði sem bærist um innra með henni. „Ég er náttúrlega að flytjast búferlum þótt það verði kannski ein eða tvær ferðir heim til Íslands í sumar. En þetta er krefjandi verkefni og ég hef alltaf verið hrifin af slíkum áskorunum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning okkar Íslendinga, flytur til Sjanghæ í byrjun mars á þessu ári. Þar mun hún dveljast í hálft ár og sjá um viðburðarstjórnun og almannatengsl fyrir íslenska skálann á heimssýningunni sem hefst í maí og lýkur í október. „Ég er ráðinn inní þetta sérverkefni utanríkisráðuneytisins af Saga Film sem hefur yfirumsjón með íslenska skálanum,“ segir Unnur sem tekur sér því námsleyfi frá mastersnáminu í lögfræði. „Ég kláraði haustönnina og tek mér síðan frí en stefni hiklaust á skólann aftur þegar ég kem heim aftur.“ Unnur er með b.a-próf í lögfræði og hefur aflað sér dýrmætrar reynslu á sviði utanríkisþjónustu því hún vann meðal annars á lögfræðisviði varnamálastofnunnar samfara náminu í HR. Að sögn Unnar mun sú reynsla nýtast henni vel því hið opinbera í Kína hefur orð á sér fyrir að vera mjög flókið og menn sem eru algjörlega blautir á bakvið eyrun gætu lent í margvíslegum erfiðleikum í samskiptum sínum við skriffinskuveldið. Ekki skemmir heldur fyrir að Unnur dvaldist töluvert í Kína eftir að hún var krýnd fegursta kona heims árið 2005 þegar keppin var haldin þar. „Landið er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast hér en ég bý að reynslunni frá þessum tíma þar sem ég kynntist meðal annars kínverskum fjölmiðlum og hvernig þeir hugsa. Svo hef ég líka ágætis reynslu af því að vera í fjölmiðlum þannig að ég hef fengið smjörþefinn af því hvað selur,“ segir Unnur. Starfið sjálft er líka fremur ólíkt því sem Unnur hefur hingað til fengist við á opinberum vettvangi. Og hún viðurkennir að það sé bæði smá spenna og kvíði sem bærist um innra með henni. „Ég er náttúrlega að flytjast búferlum þótt það verði kannski ein eða tvær ferðir heim til Íslands í sumar. En þetta er krefjandi verkefni og ég hef alltaf verið hrifin af slíkum áskorunum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira