Ásakanir á báða bóga hjá ÍA og Keflavík 6. júlí 2007 04:45 Tekur vítaspyrnu sem skilaði fyrra marki ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld. fréttablaðið/eiríkur Aðstandendum ÍA og Keflavíkur ber ekki saman um atburðarrásina sem átti sér stað að loknum leik liðanna í fyrrakvöld. Ljóst er að Bjarki Freyr Guðmundsson, varamarkvörður Keflavíkur og fyrrum leikmaður ÍA, og eiginkona Bjarna Guðjónssonar áttu orðaskipti. Sjálfur sagði Bjarni að eiginkona sín hafi verið miður sín eftir atvikið. „Það er vægt til orða tekið. Þetta var mikið sjokk fyrir okkur. Ég hef spilað mikið af leikjum við misjafnar aðstæður en yfirleitt eru öll deilumál einfaldlega búin þegar leikurinn er flautaður af.“ Bjarni gat ekki sagt frá því hvað þeim fór á milli en Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði málið alvarlegt. Spurður um hvort hótanir um líkamsmeiðingar og þaðan af verra hafi átt sér stað svaraði hann því játandi. „Það er ekkert sem réttlætir þá framkomu að vaða á konu sem er með börnin sín á leikvelli með svívirðingum og hótunum. Það er eitthvað sem knattspyrnuyfirvöld geta ekki látið ótalið. Það verður fjallað um þetta í okkar garði því við munum aldrei geta sætt okkur við þetta. Það er ekkert sem gerist út á fótboltavelli sem réttlætir svona framkomu.“ Bjarki Freyr vísaði þessu algerlega á bug í samtali við Fréttablaðið. „Ég vil segja sannleikann sem er að þetta er helber lygi. Hún (eiginkona Bjarna) öskraði í andlitið á mér og var einfaldlega í móðursýkiskasti. Hún öskraði tóma vitleysu. Það síðasta sem ég sagði við hana er að hún ætti frekar að lesa yfir manninum sínum hvað heiðarleiki er.“ Bjarki vísaði einnig fullyrðingum um áðurnefndar hótanir á bug. „Guðjón Þórðarson er þekktur lygari og gerir allt til að hreinsa sjálfan sig af einhverjum sökum. Hvar sem hann hefur verið hefur allt verið öllum öðrum en honum að kenna.“ Kristján Guðmundsson tekur undir orð Bjarka Freys. „Ég er orðlaus yfir þeirri umræðu sem hefur átt sér í stað í fjölmiðlum í dag og þeim orðum sem þeir feðgar hafa látið út úr sér.“ Sjálfur segist hann hafa átt orðaskipti við konu sem honum skilst að sé eiginkona Bjarna Guðjónssonar. „Þegar ég labba upp að vallarhúsinu byrjar þessi kona að öskra á mig og spyr hvort ég ætli að standa við það sem ég sagði í sjónvarpsviðtalinu á Sýn. Hún hótaði mér einnig málshöfðun vegna líkamsárásar. Þannig hefst þetta og ég veit að það var hún sem réðst að Bjarka, ekki öfugt.“ Hann ítrekaði furðu sína á ummælum Skagamanna. „Menn eiga ekki að kasta steinum úr glerhúsi, sérstaklega ekki í þeirri aðstöðu sem þeir feðgar eru nú í eftir þetta atvik. Ég hef farið yfir þessi mál með leikmönnum okkar og við erum sjálfir með vitni að þessum atburði.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Aðstandendum ÍA og Keflavíkur ber ekki saman um atburðarrásina sem átti sér stað að loknum leik liðanna í fyrrakvöld. Ljóst er að Bjarki Freyr Guðmundsson, varamarkvörður Keflavíkur og fyrrum leikmaður ÍA, og eiginkona Bjarna Guðjónssonar áttu orðaskipti. Sjálfur sagði Bjarni að eiginkona sín hafi verið miður sín eftir atvikið. „Það er vægt til orða tekið. Þetta var mikið sjokk fyrir okkur. Ég hef spilað mikið af leikjum við misjafnar aðstæður en yfirleitt eru öll deilumál einfaldlega búin þegar leikurinn er flautaður af.“ Bjarni gat ekki sagt frá því hvað þeim fór á milli en Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði málið alvarlegt. Spurður um hvort hótanir um líkamsmeiðingar og þaðan af verra hafi átt sér stað svaraði hann því játandi. „Það er ekkert sem réttlætir þá framkomu að vaða á konu sem er með börnin sín á leikvelli með svívirðingum og hótunum. Það er eitthvað sem knattspyrnuyfirvöld geta ekki látið ótalið. Það verður fjallað um þetta í okkar garði því við munum aldrei geta sætt okkur við þetta. Það er ekkert sem gerist út á fótboltavelli sem réttlætir svona framkomu.“ Bjarki Freyr vísaði þessu algerlega á bug í samtali við Fréttablaðið. „Ég vil segja sannleikann sem er að þetta er helber lygi. Hún (eiginkona Bjarna) öskraði í andlitið á mér og var einfaldlega í móðursýkiskasti. Hún öskraði tóma vitleysu. Það síðasta sem ég sagði við hana er að hún ætti frekar að lesa yfir manninum sínum hvað heiðarleiki er.“ Bjarki vísaði einnig fullyrðingum um áðurnefndar hótanir á bug. „Guðjón Þórðarson er þekktur lygari og gerir allt til að hreinsa sjálfan sig af einhverjum sökum. Hvar sem hann hefur verið hefur allt verið öllum öðrum en honum að kenna.“ Kristján Guðmundsson tekur undir orð Bjarka Freys. „Ég er orðlaus yfir þeirri umræðu sem hefur átt sér í stað í fjölmiðlum í dag og þeim orðum sem þeir feðgar hafa látið út úr sér.“ Sjálfur segist hann hafa átt orðaskipti við konu sem honum skilst að sé eiginkona Bjarna Guðjónssonar. „Þegar ég labba upp að vallarhúsinu byrjar þessi kona að öskra á mig og spyr hvort ég ætli að standa við það sem ég sagði í sjónvarpsviðtalinu á Sýn. Hún hótaði mér einnig málshöfðun vegna líkamsárásar. Þannig hefst þetta og ég veit að það var hún sem réðst að Bjarka, ekki öfugt.“ Hann ítrekaði furðu sína á ummælum Skagamanna. „Menn eiga ekki að kasta steinum úr glerhúsi, sérstaklega ekki í þeirri aðstöðu sem þeir feðgar eru nú í eftir þetta atvik. Ég hef farið yfir þessi mál með leikmönnum okkar og við erum sjálfir með vitni að þessum atburði.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira