Heimsækir höfðingja 29. mars 2014 14:00 Eva Laufey byrjar með nýjan þátt á Stöð 2 í apríl. Mynd/Stefán Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur vakið nokkra athygli undanfarin misseri. Fyrst fyrir matarblogg sitt evalaufeykjaran.com, þá matreiðslubók sína Matargleði Evu og loks matreiðsluþátt sinn á Stöð 3, Í eldhúsinu hennar Evu. Nú bætist enn ein skrautfjöðrin í hatt þessa viðkunnanlega ástríðukokks en nýir matreiðsluþættir hennar, Höfðingjar heim að sækja, fara af stað á Stöð 2 þann 28. apríl. Eva Laufey segist hafa lært margt af þætti sínum á Stöð 3. „Þetta var mjög skemmtilegt og góð reynsla,“ segir Eva Laufey sem sá þó eftir á margt sem hún hefði viljað gera öðruvísi. „Það er eins og með allt sem maður er að gera í fyrsta skipti, maður getur alltaf bætt sig og þarf að læra af reynslunni,“ segir hún glaðlega. Viðbrögðin við þættinum voru þó flest afar jákvæð. „Ég fékk fín viðbrögð og fólk sendi mér pósta á blogginu mínu. Mér finnst það mjög gott og krúttlegt þegar fólk gefur sér tíma til að segja falleg orð, það hvetur mann áfram.“Fer í heimsóknir Í nýja þættinum hennar Evu eru allt aðrar áherslur en voru á Stöð 3. „Í þetta sinn elda ég ekki ein heldur mun ég fara í heimsóknir og spjalla við fólk,“ lýsir Eva Laufey sem mun heimsækja fólk á borð við Hrefnu Sætran og Gísla Martein Baldursson í þáttunum. „Þá heimsækjum við Önnu Svövu Knútsdóttur en hún ætlar meðal annars að búa til ís með okkur, en hún og unnusti hennar reka ísbúðina Valdísi,“ segir hún. Einnig verður skyggnst á bak við tjöldin hjá tímaritinu Gestgjafanum. „Þar mun ég forvitnast um hvernig hugmyndirnar verða til og vinnsluna í kringum myndatökur og annað.“ Öll vinna í kringum þættina er mun meiri en Eva hefur áður kynnst. „Við erum nokkur saman sem vinnum að hugmyndunum og svo er ég með gott og reynslumikið teymi í kringum mig sem sér um framleiðslu og vinnslu þáttanna. Það fyllir mann miklu öryggi,“ segir hún. Fyrsti þátturinn af Höfðingjar heim að sækja verður 28. apríl og fyrstu gestgjafar Evu Laufeyjar verða þeir Svavar Örn Svavarsson hárgreiðslumeistari og Daníel Örn Hinriksson en þeir eru miklir sælkerar að sögn Evu Laufeyjar.Á von á stúlku í júní Eva Laufey gengur með sitt fyrsta barn en hún og unnusti hennar, Haraldur Haraldsson, eiga von á lítill stúlku í lok júní. „Meðgangan hefur gengið afskaplega vel þó fyrstu mánuðirnir hafi verið erfiðir enda mikið að gera,“ segir Eva Laufey sem er sett 30. júní en síðasti þátturinn fer í loftið þann dag. „En við verðum búin að taka upp töluvert áður, þannig að ég mun ekki eiga óvænt í beinni,“ segir hún og hlær. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur vakið nokkra athygli undanfarin misseri. Fyrst fyrir matarblogg sitt evalaufeykjaran.com, þá matreiðslubók sína Matargleði Evu og loks matreiðsluþátt sinn á Stöð 3, Í eldhúsinu hennar Evu. Nú bætist enn ein skrautfjöðrin í hatt þessa viðkunnanlega ástríðukokks en nýir matreiðsluþættir hennar, Höfðingjar heim að sækja, fara af stað á Stöð 2 þann 28. apríl. Eva Laufey segist hafa lært margt af þætti sínum á Stöð 3. „Þetta var mjög skemmtilegt og góð reynsla,“ segir Eva Laufey sem sá þó eftir á margt sem hún hefði viljað gera öðruvísi. „Það er eins og með allt sem maður er að gera í fyrsta skipti, maður getur alltaf bætt sig og þarf að læra af reynslunni,“ segir hún glaðlega. Viðbrögðin við þættinum voru þó flest afar jákvæð. „Ég fékk fín viðbrögð og fólk sendi mér pósta á blogginu mínu. Mér finnst það mjög gott og krúttlegt þegar fólk gefur sér tíma til að segja falleg orð, það hvetur mann áfram.“Fer í heimsóknir Í nýja þættinum hennar Evu eru allt aðrar áherslur en voru á Stöð 3. „Í þetta sinn elda ég ekki ein heldur mun ég fara í heimsóknir og spjalla við fólk,“ lýsir Eva Laufey sem mun heimsækja fólk á borð við Hrefnu Sætran og Gísla Martein Baldursson í þáttunum. „Þá heimsækjum við Önnu Svövu Knútsdóttur en hún ætlar meðal annars að búa til ís með okkur, en hún og unnusti hennar reka ísbúðina Valdísi,“ segir hún. Einnig verður skyggnst á bak við tjöldin hjá tímaritinu Gestgjafanum. „Þar mun ég forvitnast um hvernig hugmyndirnar verða til og vinnsluna í kringum myndatökur og annað.“ Öll vinna í kringum þættina er mun meiri en Eva hefur áður kynnst. „Við erum nokkur saman sem vinnum að hugmyndunum og svo er ég með gott og reynslumikið teymi í kringum mig sem sér um framleiðslu og vinnslu þáttanna. Það fyllir mann miklu öryggi,“ segir hún. Fyrsti þátturinn af Höfðingjar heim að sækja verður 28. apríl og fyrstu gestgjafar Evu Laufeyjar verða þeir Svavar Örn Svavarsson hárgreiðslumeistari og Daníel Örn Hinriksson en þeir eru miklir sælkerar að sögn Evu Laufeyjar.Á von á stúlku í júní Eva Laufey gengur með sitt fyrsta barn en hún og unnusti hennar, Haraldur Haraldsson, eiga von á lítill stúlku í lok júní. „Meðgangan hefur gengið afskaplega vel þó fyrstu mánuðirnir hafi verið erfiðir enda mikið að gera,“ segir Eva Laufey sem er sett 30. júní en síðasti þátturinn fer í loftið þann dag. „En við verðum búin að taka upp töluvert áður, þannig að ég mun ekki eiga óvænt í beinni,“ segir hún og hlær.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira