Gott hrekkjusvín Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2014 11:00 Carola Ida Köhler erfði gamansemina frá þýskum móðurafa sínum og tekur hrekkjum nú til dags vel. mynd/vilhelm Tannsmiðurinn Carola Ida Köhler er hrekkjusvín af Guðs náð og ábyrg fyrir urrandi hlátursköstum landslýðs yfir kostulegum símahrekkjum. „Ég hef alltaf verið hrekkjótt og man eftir skelfilegu símaati sem ég gerði aðeins þrettán ára,“ segir Carola og rifjar upp símahrekk sem enn nagar samvisku hennar. „Þá valdi ég kvenmannsnafn af handahófi úr símaskránni og þóttist vinna á saumastofu þar sem maður hefði pantað handa henni forláta kápu í óvænta gjöf. Ég þyrfti því málin hennar.“ Fórnarlamb Carolu gaf henni mál sín og aftur og aftur hringdi Carola í spennta konuna. „Á endanum sagði ég henni að maðurinn væri hættur við og hefði fundið aðra konu. Hversu konan varð vonsvikin er mér ógleymanlegt og hversu mér þótti það fyndið, en svona var ég, samviskulaus skepnan.“ Erfði stríðnina frá afa Carola fæddist í Þýskalandi en flutti eins árs til Íslands eftir að móðir hennar kynntist Íslendingi sem þar var við tannlæknanám. „Maðurinn var Hængur Þorsteinsson sem ættleiddi mig og hefur verið pabbi minn frá því ég man eftir mér. Ég hélt áfram sambandi við ömmu mína, afa og langömmu í Þýskalandi og þaðan á ég stórkostlegar minningar um sumardvöl og góða tíma,“ segir Carola sem fer á ættarmót með þýskum ættmennum í sumar. „Ég erfði stríðnina frá móðurafa mínum. Hann var stórskemmtilegur maður og hrikalega hrekkjóttur. Níræð systir hans varð mest fyrir barðinu á honum og alltaf jafn auðtrúa.“ Carola varð íslenskum útvarpshlustendum að góðu kunn þegar hún framdi óborganlega símahrekki í útvarpsþættinum Tveir með öllu í umsjón Gunnlaugs Helgasonar og Jóns Axels Ólafssonar á tíunda áratugnum. „Gulli bað mig svo að gera símahrekk fyrir Rás 2 fyrir tveimur árum og þá hélt ég að hann væri að grínast í mér. Ég þurfti þó ekki að hugsa mig lengi um því mér finnst einstaklega skemmtilegt að gera at í fólki.“ Margir furða sig á hvernig Carola nær að halda í sér hlátrinum í bráðfyndnum símahrekkjunum, en hún er nú með splunkunýja símahrekki í þættinum Í bítið á Bylgjunni. „Auðvitað hef ég oft verið að farast úr hlátri en aðeins einu sinni þurft að hætta í miðju kafi,“ segir Carola sem setur sig sterkt inn í karakterana til að eiga minna bágt með hláturinn. „Þá sátum við Gulli í pínulitlu, gluggalausu stúdíói og gerðum símaat í Sand- og malarsölunni. Á þeim árum reykti fólk inni á vinnustöðum og Gulli púaði stóran vindil framan í mig. Ég sá hvorki út úr augum né náði orðið andanum og þegar þögult og húmorslaust fórnarlambið fór að hósta brjálaðist ég úr hlátri. Ég skrifa það þó ekki á takmarkaða sjálfsstjórn mína heldur súrefnisleysið og vindlareykinn hans Gulla,“ segir Carola og hlær. Kvennagleði í New York Carola er gift Jóni Viðari Guðjónssyni byggingarverkfræðingi og eiga þau Andreu Idu leikkonu, Arnar háskólanema og söngvara og Þorstein Hæng grunnskólanema og dansara. „Ég er mikil fjölskyldumanneskja og vil helst alltaf hafa hana hjá mér. Við erum heimakær en skreppum stundum í Grímsnesið til að smíða sumarhús. Mér hefur þótt gaman að skoða heiminn en er nú farin að róast og vil eiga kúrukot nálægt borginni til að hlusta á fuglasöng.“ Um helgina er Carola í kvennaferð í stórborginni New York. „Ég er dansmamma og hef kynnst mjög skemmtilegum konum í gegnum dansnám sonar míns. Við ætlum út að borða, á söngleik, versla, drekka rauðvín og allt sem konur gera skemmtilegt saman þegar þær eru einar.“ Í frístundum hefur Carola yndi af því að mála myndir á trönum og mála á postulín. „Nú er ég að mála jóladiska fyrir börnin og útkoman er alls ekkert lummó heldur sláandi flott. Ætli listamannsblóðið komi ekki frá mömmu og afa; svona ekta þýskt kúnstverk,“ segir hún hláturmild. Æskudraumur Carolu var að verða dýralæknir en draumurinn var úti þegar hún féll í yfirlið við að sjá hest sinn saumaðan eftir stóran skurð á læri. „Tennur voru vitaskuld mikið ræddar á heimilinu og því lærði ég tannsmíði þar sem handverk á vel við mig. Ég vann náið með pabba í þrjátíu ár en nú er hann hættur að vinna og ég starfa með öðrum tannsmið sem er líka yndislegt. Það er einstaklega gefandi að sjá tennur manns fara upp í fólk.“ Hlátur skapar vellíðan Carola á sér draumafórnarlamb þegar kemur að símahrekkjum og ætlar sér að ná honum einn daginn þótt hún gefi ekki meira upp að sinni. „Ég upphugsa alla símahrekkina sjálf og þeir eru spuni frá upphafi til enda,“ segir Carola sem áður varð bálreið ef aðrir reyndu að hrekkja hana en hefur nú gaman af góðum hrekk. „Fæstir leggja þó í mig því þeir vita að þeir fá það tífalt til baka.“ En verður framhald á símahrekkjunum í Í bítið? „Vonandi. Það er yndislegt að kitla fram hlátur fólks því það er aldrei nóg af hlátri og öllum líður vel eftir gott hláturskast.“ Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Tannsmiðurinn Carola Ida Köhler er hrekkjusvín af Guðs náð og ábyrg fyrir urrandi hlátursköstum landslýðs yfir kostulegum símahrekkjum. „Ég hef alltaf verið hrekkjótt og man eftir skelfilegu símaati sem ég gerði aðeins þrettán ára,“ segir Carola og rifjar upp símahrekk sem enn nagar samvisku hennar. „Þá valdi ég kvenmannsnafn af handahófi úr símaskránni og þóttist vinna á saumastofu þar sem maður hefði pantað handa henni forláta kápu í óvænta gjöf. Ég þyrfti því málin hennar.“ Fórnarlamb Carolu gaf henni mál sín og aftur og aftur hringdi Carola í spennta konuna. „Á endanum sagði ég henni að maðurinn væri hættur við og hefði fundið aðra konu. Hversu konan varð vonsvikin er mér ógleymanlegt og hversu mér þótti það fyndið, en svona var ég, samviskulaus skepnan.“ Erfði stríðnina frá afa Carola fæddist í Þýskalandi en flutti eins árs til Íslands eftir að móðir hennar kynntist Íslendingi sem þar var við tannlæknanám. „Maðurinn var Hængur Þorsteinsson sem ættleiddi mig og hefur verið pabbi minn frá því ég man eftir mér. Ég hélt áfram sambandi við ömmu mína, afa og langömmu í Þýskalandi og þaðan á ég stórkostlegar minningar um sumardvöl og góða tíma,“ segir Carola sem fer á ættarmót með þýskum ættmennum í sumar. „Ég erfði stríðnina frá móðurafa mínum. Hann var stórskemmtilegur maður og hrikalega hrekkjóttur. Níræð systir hans varð mest fyrir barðinu á honum og alltaf jafn auðtrúa.“ Carola varð íslenskum útvarpshlustendum að góðu kunn þegar hún framdi óborganlega símahrekki í útvarpsþættinum Tveir með öllu í umsjón Gunnlaugs Helgasonar og Jóns Axels Ólafssonar á tíunda áratugnum. „Gulli bað mig svo að gera símahrekk fyrir Rás 2 fyrir tveimur árum og þá hélt ég að hann væri að grínast í mér. Ég þurfti þó ekki að hugsa mig lengi um því mér finnst einstaklega skemmtilegt að gera at í fólki.“ Margir furða sig á hvernig Carola nær að halda í sér hlátrinum í bráðfyndnum símahrekkjunum, en hún er nú með splunkunýja símahrekki í þættinum Í bítið á Bylgjunni. „Auðvitað hef ég oft verið að farast úr hlátri en aðeins einu sinni þurft að hætta í miðju kafi,“ segir Carola sem setur sig sterkt inn í karakterana til að eiga minna bágt með hláturinn. „Þá sátum við Gulli í pínulitlu, gluggalausu stúdíói og gerðum símaat í Sand- og malarsölunni. Á þeim árum reykti fólk inni á vinnustöðum og Gulli púaði stóran vindil framan í mig. Ég sá hvorki út úr augum né náði orðið andanum og þegar þögult og húmorslaust fórnarlambið fór að hósta brjálaðist ég úr hlátri. Ég skrifa það þó ekki á takmarkaða sjálfsstjórn mína heldur súrefnisleysið og vindlareykinn hans Gulla,“ segir Carola og hlær. Kvennagleði í New York Carola er gift Jóni Viðari Guðjónssyni byggingarverkfræðingi og eiga þau Andreu Idu leikkonu, Arnar háskólanema og söngvara og Þorstein Hæng grunnskólanema og dansara. „Ég er mikil fjölskyldumanneskja og vil helst alltaf hafa hana hjá mér. Við erum heimakær en skreppum stundum í Grímsnesið til að smíða sumarhús. Mér hefur þótt gaman að skoða heiminn en er nú farin að róast og vil eiga kúrukot nálægt borginni til að hlusta á fuglasöng.“ Um helgina er Carola í kvennaferð í stórborginni New York. „Ég er dansmamma og hef kynnst mjög skemmtilegum konum í gegnum dansnám sonar míns. Við ætlum út að borða, á söngleik, versla, drekka rauðvín og allt sem konur gera skemmtilegt saman þegar þær eru einar.“ Í frístundum hefur Carola yndi af því að mála myndir á trönum og mála á postulín. „Nú er ég að mála jóladiska fyrir börnin og útkoman er alls ekkert lummó heldur sláandi flott. Ætli listamannsblóðið komi ekki frá mömmu og afa; svona ekta þýskt kúnstverk,“ segir hún hláturmild. Æskudraumur Carolu var að verða dýralæknir en draumurinn var úti þegar hún féll í yfirlið við að sjá hest sinn saumaðan eftir stóran skurð á læri. „Tennur voru vitaskuld mikið ræddar á heimilinu og því lærði ég tannsmíði þar sem handverk á vel við mig. Ég vann náið með pabba í þrjátíu ár en nú er hann hættur að vinna og ég starfa með öðrum tannsmið sem er líka yndislegt. Það er einstaklega gefandi að sjá tennur manns fara upp í fólk.“ Hlátur skapar vellíðan Carola á sér draumafórnarlamb þegar kemur að símahrekkjum og ætlar sér að ná honum einn daginn þótt hún gefi ekki meira upp að sinni. „Ég upphugsa alla símahrekkina sjálf og þeir eru spuni frá upphafi til enda,“ segir Carola sem áður varð bálreið ef aðrir reyndu að hrekkja hana en hefur nú gaman af góðum hrekk. „Fæstir leggja þó í mig því þeir vita að þeir fá það tífalt til baka.“ En verður framhald á símahrekkjunum í Í bítið? „Vonandi. Það er yndislegt að kitla fram hlátur fólks því það er aldrei nóg af hlátri og öllum líður vel eftir gott hláturskast.“
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira