Lífið

„Kæra Gwyneth“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mackenzie er ekki ánægð með Gwyneth.
Mackenzie er ekki ánægð með Gwyneth. Vísir/Getty
Kona sem kallar mig Mackenzie skrifar leikkonunni Gwyneth Paltrow harðort bréf í New York Post og gagnrýnir ýmislegt sem hún hefur látið flakka.

„Kæra Gwyneth. Ég naut þess að heyra þig tala við E! um hvað skrifstofustörf eru auðveld fyrir foreldra í samanburði við erfiðar aðstæður sem þú stendur frammi fyrir á kvikmyndasetti. „Ég held að það sé auðveldara að vera í skrifstofuvinnu því það er rútína og maður getur gert alls konar á morgnana og síðan kemur maður heim á kvöldin,“ sagðir þú. Sem móðir barns gæti ég ekki verið meira sammála!“ skrifar Mackenzie og lætur Gwyneth heyra það með hæðnislegum tón.

„Guð sé lof að ég þéna ekki milljónir á ári við að leika í kvikmyndum“. Það segi ég við mig á hverjum morgni er ég bíð eftir neðanjarðarlestinni í vindinum áður en ég ferðast í 45 mínútur til borgarinnar. Þegar tímar eru erfiðir þarf ég bara að minna sjálfa mig á það. Það er mín mantra,“ skrifar Mackenzie og bætir við að hún telji víst að vinkonur hennar séu sama sinnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.