Sport

Grindavík yfir í hálfleik

Jeremiah Johnson er kominn með 19 stig fyrir Grindavík.
Jeremiah Johnson er kominn með 19 stig fyrir Grindavík. Fréttablaðið/Stefán
Grindvíkingar hafa 55-34 yfir í hálfleik gegn Keflvíkingum í bikarúrslitaleik karla sem er í gangi í Laugardalshöll. Grindvíkingar hafa verið fremri á öllum sviðum en Keflvíkingar hafa reyndar verið óheppnir í sóknaraðgerðum sínum.

Þrátt fyrir mikinn mun er leikurinn alls ekki búinn enda eru Keflvíkingar þekktir fyrir mikla baráttu en til þess að komast inn í leikinn þurfa þeir að spila mun betur en þeir hafa gert í fyrri hálfleiknum.

Jeremiah Johnson er stigahæstur Grindvíkinga með 19 stig, Helgi Jónas Guðfinnsson er með tólf en hjá Keflavík er A.J Moey fremstur meðal jafninga en hann hefur skorað 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×