Fylkir semur við leikmenn 30. september 2005 00:01 Fjórir lykilmenn hjá Fylki skrifuðu undir nýja samninga við félagið. Haukur Ingi Guðnason, Helgi Valur Daníelsson, Eyjólfur Héðinsson og Hrafnkell Helgason gerðu allir þriggja ára samning við Árbæjarliðið en þeir voru allir orðaðir við önnur lið í Landsbankadeildinni. Aðeins tveir leikmenn Fylkis eru ennþá samningslausir, þeir Valur Fannar Gíslason og Kristján Valdimarsson. Haukur Ingi hefur lítið leikið með Fylki vegna krossbandaslits eftir að hann gekk til liðs við félagið fyrir tveimur árum frá Keflavík en hinir þrír eru uppaldir Fylkismenn. Þá skrifaði Jón Sveinsson undir 3ja ára samning sem aðstoðarþjálfari Leifs Garðarssonar sem þjálfar Fylki næstu þrjú árin. "Mér líður mjög vel hér í Árbænum. Fylkismenn eru stórhuga og stefna hátt á næstu árum. Þeir eru líka búnir að standa vel við bakið á mér þann tíma sem ég er búinn að eiga við erfið meiðsli að stríða og mér fannst að ég skuldaði þeim að vissu leyti að vera hér áfram," sagði Haukur Ingi við Fréttablaðið. Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, sagði það sérstaklega ánægjulegt að hafa gert nýja samninga við þessa fjóra leikmenn. Þetta væri stóráfangi fyrir Fylki, sem ætlaði sér stóra hluti næsta sumar."Þriggja ára samningur er vissulega mikil skuldbinding. Við stefnum að því að vera í allra fremstu röð og byrja strax á næsta ári. Ef það tekst ætla ég ekki að hætta strax um haustið. Þá líst mér vel á Leif sem þjálfara. Hann hefur gert góða hluti í Hafnarfirði með Ólafi [Jóhannessyni] og kemur úr þannig umhverfi þar sem náðist góður árangur og þess vegna ætti hann að þekkja hvað til þarf," sagði Haukur. En hvað vantar upp á að Fylkir berjist fyrir alvöru um Íslandsmeistaratitil?"Þetta er stór og erfið spurning. Fyrst og fremst hefur vantað stöðugleika. Ég tel að mannskapurinn sé nógu góður til að berjast um Íslandsmeistaratitil ef allir eru heilir. Það þarf að búa til sterka liðsheild og byrja strax á því á undirbúningstímabilinu," sagði Haukur.Nýráðinn þjálfari Fylkis, Leifur Garðarsson, var himinlifandi að tryggja undirskrift fjórmenninganna. Aðspurður hvort von væri á nýjum andlitum í Árbæinn sagði Leifur að allir góðir fótboltamenn væru velkomnir í Fylki. "Ég tel hins vegar mikilvægast að tryggja okkur þá leikmenn sem eru með lausa samninga í félaginu og í dag stigum við stórt skref í þá átt." Fylkismenn söknuðu Vals Fannars Gíslasonar á blaðamannafundinum í gær en hann er samningslaus. Valur Fannar sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri ekkert í gangi hjá sér. "Ég vildi einfaldlega ekki skrifa strax undir en mér finnst ólíklegt að ég spili fyrir annað lið á Íslandi en Fylki. Ég er einfaldlega að velta nokkrum hlutum fyrir mér og kanna málin, við sjáum til hvað kemur út úr því." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Fjórir lykilmenn hjá Fylki skrifuðu undir nýja samninga við félagið. Haukur Ingi Guðnason, Helgi Valur Daníelsson, Eyjólfur Héðinsson og Hrafnkell Helgason gerðu allir þriggja ára samning við Árbæjarliðið en þeir voru allir orðaðir við önnur lið í Landsbankadeildinni. Aðeins tveir leikmenn Fylkis eru ennþá samningslausir, þeir Valur Fannar Gíslason og Kristján Valdimarsson. Haukur Ingi hefur lítið leikið með Fylki vegna krossbandaslits eftir að hann gekk til liðs við félagið fyrir tveimur árum frá Keflavík en hinir þrír eru uppaldir Fylkismenn. Þá skrifaði Jón Sveinsson undir 3ja ára samning sem aðstoðarþjálfari Leifs Garðarssonar sem þjálfar Fylki næstu þrjú árin. "Mér líður mjög vel hér í Árbænum. Fylkismenn eru stórhuga og stefna hátt á næstu árum. Þeir eru líka búnir að standa vel við bakið á mér þann tíma sem ég er búinn að eiga við erfið meiðsli að stríða og mér fannst að ég skuldaði þeim að vissu leyti að vera hér áfram," sagði Haukur Ingi við Fréttablaðið. Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, sagði það sérstaklega ánægjulegt að hafa gert nýja samninga við þessa fjóra leikmenn. Þetta væri stóráfangi fyrir Fylki, sem ætlaði sér stóra hluti næsta sumar."Þriggja ára samningur er vissulega mikil skuldbinding. Við stefnum að því að vera í allra fremstu röð og byrja strax á næsta ári. Ef það tekst ætla ég ekki að hætta strax um haustið. Þá líst mér vel á Leif sem þjálfara. Hann hefur gert góða hluti í Hafnarfirði með Ólafi [Jóhannessyni] og kemur úr þannig umhverfi þar sem náðist góður árangur og þess vegna ætti hann að þekkja hvað til þarf," sagði Haukur. En hvað vantar upp á að Fylkir berjist fyrir alvöru um Íslandsmeistaratitil?"Þetta er stór og erfið spurning. Fyrst og fremst hefur vantað stöðugleika. Ég tel að mannskapurinn sé nógu góður til að berjast um Íslandsmeistaratitil ef allir eru heilir. Það þarf að búa til sterka liðsheild og byrja strax á því á undirbúningstímabilinu," sagði Haukur.Nýráðinn þjálfari Fylkis, Leifur Garðarsson, var himinlifandi að tryggja undirskrift fjórmenninganna. Aðspurður hvort von væri á nýjum andlitum í Árbæinn sagði Leifur að allir góðir fótboltamenn væru velkomnir í Fylki. "Ég tel hins vegar mikilvægast að tryggja okkur þá leikmenn sem eru með lausa samninga í félaginu og í dag stigum við stórt skref í þá átt." Fylkismenn söknuðu Vals Fannars Gíslasonar á blaðamannafundinum í gær en hann er samningslaus. Valur Fannar sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri ekkert í gangi hjá sér. "Ég vildi einfaldlega ekki skrifa strax undir en mér finnst ólíklegt að ég spili fyrir annað lið á Íslandi en Fylki. Ég er einfaldlega að velta nokkrum hlutum fyrir mér og kanna málin, við sjáum til hvað kemur út úr því."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira