Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2020 10:30 Ingi Þór hefur eðlilega áhyggjur af stöðu síns liðs. vísir/daníel þór Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. „Hann fékk þumalinn á Mike Craion á kaf í augað á æfingu. Hann fékk stóran skurð undir augað, himna rifnaði og augnbotninn brotnaði. Hann sér tvöfalt og ástandið á honum ekki gott,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, áhyggjufullur. „Það kemur í ljós eftir viku hvort að hann þurfi að fara í aðgerð. Framhaldið er óljóst hjá honum en þetta eru erfið og alvarleg meiðsli.“ KR-ingar sömdu á dögunum aftur við Mike DiNunno sem var stórkostlegur með KR í fyrra. Hann var þá meiddur en átti að vera tilbúinn í mars. Það er ekki að fara að ganga eftir. „Hann fór í ökklaaðgerð á Spáni og fór svo heim til Bandaríkjanna. Hann ætlaði að vera kominn til okkar en læknirinn hans í Bandaríkjunum bannaði honum að fara. Hann átti að geta byrjað að spila í mars en það er ekki að fara að gerast. Mike er byrjaður að æfa en hvenær hann getur spilað körfubolta kemur í ljós síðar. Við höfum samt ekki afskrifað hann,“ segir þjálfari Íslandsmeistara síðustu sex ára. Meiðslasaga KR-liðsins í vetur er með ólíkindum en felstir lykilmenn liðsins hafa meira og minna verið laskaðir í vetur. Björn Kristjánsson mun ekki spila meira og bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir eru báðir að glíma við meiðsli. Michael Craion er með beinbjúgu í hnénu og Jón Arnór er ekki upp á sitt besta frekar en Kristófer Acox sem var frá um tíma á dögunum. „Þetta er búinn að vera asnalegur vetur. Í raun hefur þetta verið algjört grín. Ég hef aldrei lent í svona á 30 ára ferli. Það er eins og það séu einhver álög á okkur. Eins og einhver sé með Vúdú-dúkkur að meiða okkur,“ segir Ingi Þór svekktur. KR á mjög mikilvæga leiki á næstu dögum. Um helgina spilar liðið í Njarðvík og á föstudaginn eftir viku tekur liðið á móti Stjörnunni í DHL-höllinni. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. „Hann fékk þumalinn á Mike Craion á kaf í augað á æfingu. Hann fékk stóran skurð undir augað, himna rifnaði og augnbotninn brotnaði. Hann sér tvöfalt og ástandið á honum ekki gott,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, áhyggjufullur. „Það kemur í ljós eftir viku hvort að hann þurfi að fara í aðgerð. Framhaldið er óljóst hjá honum en þetta eru erfið og alvarleg meiðsli.“ KR-ingar sömdu á dögunum aftur við Mike DiNunno sem var stórkostlegur með KR í fyrra. Hann var þá meiddur en átti að vera tilbúinn í mars. Það er ekki að fara að ganga eftir. „Hann fór í ökklaaðgerð á Spáni og fór svo heim til Bandaríkjanna. Hann ætlaði að vera kominn til okkar en læknirinn hans í Bandaríkjunum bannaði honum að fara. Hann átti að geta byrjað að spila í mars en það er ekki að fara að gerast. Mike er byrjaður að æfa en hvenær hann getur spilað körfubolta kemur í ljós síðar. Við höfum samt ekki afskrifað hann,“ segir þjálfari Íslandsmeistara síðustu sex ára. Meiðslasaga KR-liðsins í vetur er með ólíkindum en felstir lykilmenn liðsins hafa meira og minna verið laskaðir í vetur. Björn Kristjánsson mun ekki spila meira og bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir eru báðir að glíma við meiðsli. Michael Craion er með beinbjúgu í hnénu og Jón Arnór er ekki upp á sitt besta frekar en Kristófer Acox sem var frá um tíma á dögunum. „Þetta er búinn að vera asnalegur vetur. Í raun hefur þetta verið algjört grín. Ég hef aldrei lent í svona á 30 ára ferli. Það er eins og það séu einhver álög á okkur. Eins og einhver sé með Vúdú-dúkkur að meiða okkur,“ segir Ingi Þór svekktur. KR á mjög mikilvæga leiki á næstu dögum. Um helgina spilar liðið í Njarðvík og á föstudaginn eftir viku tekur liðið á móti Stjörnunni í DHL-höllinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira