Vínylplötur að taka fram úr geisladiskum í fyrsta sinn frá 1986 Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 21:14 Sala vínylplatna jókst um 12,8 prósent á seinni hluta síðasta árs og um 12,9 prósent á fyrri hluta 2019. EPA/JEREMY NG Útlit er fyrir að stutt sé í að vínylplötur muni seljast betur en geisladiskar í Bandaríkjunum en það hefur ekki gerst síðan 1986. Sala vínylplatna hefur aukist stöðugt á undanförnum árum og á sama tíma hefur sala geisladiska dregist saman á gífurlegum hraða. Í umfjöllun Rolling Stone segir að í nýrri skýrslu samtaka bandarískra útgefenda komi fram að 8,6 milljónir vínylplatna hafi verið seldar á fyrri hluta þessa árs og það samsvari 224,1 milljón dala. Á sama tíma hafa selst 18,6 milljónir geisladiska fyrir 247,9 milljónir dala. Sala vínylplatna jókst um 12,8 prósent á seinni hluta síðasta árs og um 12,9 prósent á fyrri hluta 2019. Þó kemur fram að plötusala var einungis um fjögur prósent af heildartekjum tónlistariðnaðarins á fyrri helmingi þessa árs. Á sama tíma var komu 62 prósent hagnaðarins í gegn áskriftir að tónlistarveitum. Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Útlit er fyrir að stutt sé í að vínylplötur muni seljast betur en geisladiskar í Bandaríkjunum en það hefur ekki gerst síðan 1986. Sala vínylplatna hefur aukist stöðugt á undanförnum árum og á sama tíma hefur sala geisladiska dregist saman á gífurlegum hraða. Í umfjöllun Rolling Stone segir að í nýrri skýrslu samtaka bandarískra útgefenda komi fram að 8,6 milljónir vínylplatna hafi verið seldar á fyrri hluta þessa árs og það samsvari 224,1 milljón dala. Á sama tíma hafa selst 18,6 milljónir geisladiska fyrir 247,9 milljónir dala. Sala vínylplatna jókst um 12,8 prósent á seinni hluta síðasta árs og um 12,9 prósent á fyrri hluta 2019. Þó kemur fram að plötusala var einungis um fjögur prósent af heildartekjum tónlistariðnaðarins á fyrri helmingi þessa árs. Á sama tíma var komu 62 prósent hagnaðarins í gegn áskriftir að tónlistarveitum.
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira