Innlent

Stefnt að því að lækka raforkuverð í Vestmannaeyjum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ragnheiður Elín og Júlíus undirrita samninginn.
Ragnheiður Elín og Júlíus undirrita samninginn. mynd/atvinnuvegaráðuneyti
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Júlíus Jónsson forstjóri HS veitna skrifuðu í dag  undir  viljayfirlýsingu vegna uppsetningu varmadælu í Vestmannaeyjum en verkefnið snýr að því að tengja varmadælu við veitukerfi fjarvarmaveitu HS Veitna í Vestmannaeyjum og nota sjó sem varmagjafa.

Búið er að gera úttekt á verkefninu og er talið að ávinningurinn af því verði margvíslegur, meðal annars áætlaða að minnsta kosti 10 prósent hækkun á orkuverði til íbúa í Eyjumá næstu fimm árum.

„Samkvæmt yfirlýsingunni er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins með stofnstyrk til verkefnisins að fjárhæð 300 milljón krónur, eða sem nemur áætluðum mismun á niðurgreiðslum kyntrar veitu og beinnar rafhitunar í fjögur ár. Styrkurinn er með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjárlögum og verður hann greiddur í tveimur jöfnum greiðslum á árunum 2017 og 2018. Markmið verkefnisins er enn fremur að allir notendur í Vestmannaeyjum verði tengdir inn á kerfið,“ segir í tilkynningu frá atvinnuvegaráðneytinu.

Markmiðið með verkefninu er að tryggja orkuöryggi fjarvarmaveitunni í Vestmannaeyjum og gera hana hakvæmari í rekstri. Þá er stefnt að því reksturinn til lengri tíma án þess að um rafhitun sé að ræða og að draga úr raforkuþörf veitunnar um allt að 67%.

„Með uppsetningu varmadælu er farið af skerðanlegri orku yfir á forgangsorku og felur það bæði í sér aukið orkuöryggi (minni skerðingar) og kemur í veg fyrir olíunotkun, losun gróðurhúsalofttegunda og umhverfismengun sem ella kæmi til þegar raforka er skert.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×